Að lifa af olíukreppu - nokkrar leiðbeiningar

cambridge_bicycle_racing_track_teamEinhvern tímann mun hún koma - stóra olíukreppan - og þá er eins gott að vera búinn að undirbúa sig.  Nú þegar eru margir farnir að finna fyrir háu olíuverði en þetta er ekki neitt miðað við það sem mun gerast þegar olían fer að klárast í raun og veru (hvenær sem það nú verður).

Nokkrar einfaldar leiðbeiningar fyrir þá sem vilja lifa af olíukreppuna miklu:

1. Losaðu þig við Jeppann eða Pick upinn og þú skalt planta hjólhýsinu í garðinum - það gæti komið í góðar þarfir síðar þegar ættingjarnir flytja til þín (af því að þú varst sá eini sem varst undirbúinn undir kreppuna).

2.  Gerðu þig óháðan olíu að svo miklu leyti sem hægt er - notaðu reiðhjólið - það styrkir þig og bætir heilsuna. (og þú sparar kaup á einkaþjálfara).

3.  Flyttu út úr bílaborginni Reykjavík eða ef það gengur ekki þá eins nálægt vinnunni eins og hægt er.  Ef þú þarft að versla í stórmarkaði þá skaltu gera stórinnkaup einu sinni í viku en ekki smáinnkaup á hverjum degi.  Reyndu að kaupa hús með góðri staðsetningu (þannig að þú getir gengið í verslun eða niður í bæ).

4.  Prófaðu að setja upp sólarsellu eða vindmyllu og gera þig óháðan orkufyrirtækjunum. (Síðan skaltu hlægja framan í Landsvirkjun!)

5.  Settu upp matjurtagarð og borðaðu eins mikið af íslenskum mat eins og hægt er. (hann er hvort eð er bestur).

6.  Ef þú vinnur hjá flugfélagi þá skaltu fá þér aðra vinnu áður en flug leggst næstum því af. (Jarðfræðingar, verkfræðingar og umhverfisfræðingar verða mjög eftirsóttir þegar olíukreppan mikla verður komin á skrið). 

7.  Hugsaðu hvernig þú getur best endurnýtt og endurunnið - gerðu við bilaða sjónvarpið og slepptu því að kaupa flatskjá.  Fáðu þér gott geymslupláss og farðu vel með hlutina. (lifðu eins og afi og amma gerðu)

8.   Notaðu taupoka í staðinn fyrir plastpoka.  

9.  Borðaðu meira af grænmeti og borðaðu íslenskt kjöt. 

10. Og síðast en ekki síst, borgaðu upp verðtryggðu lánin nógu snemma áður en verðbólgan fer upp úr öllu valdi. (Hvað gerir maður við lánin ef verðbólgan er orðin 1300 %?)

13. Sparaðu og eyddu einungis í þá hluti sem eru skynsamlegir fyrir framtíðina.

14.  Ferðastu innanlands. (þú hefur hvort eð er ekki efni á flugfargjaldi lengur).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha?!? Varðandi nr. 4, þá veit ég nú ekki betur en að Landsvirkjun framleiði RAFMAGN, sem kemur í staðinn fyrir olíu.

Hvað með Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, Norðurorku, Orkubú Vestfjarða, ... - eru þessi kompaní eitthvað skárri.

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Ingibjörg


Það einnig hægt að bregðast við svona:

a) Sumarið 1981 voru launþegar tvisvar sinnum lengur að vinna fyrir einum lítra af bensíni en þeir eru í dag. Kaupmáttaraukningin hefur verið svona mikil.

Svo þetta er frekar spurning um hugarfar. Einnig er gott að hafa í huga að matarverð hefur aldrei verið eins lágt og undanfarna áratugi og fólk hefur aldrei verið eins efnað og það er í dag.

b) Það er sem sag engin þörf á neinu, nema nýju lágfreyðandi heilaþvottarefni og að hætta að skjálfa á beinunum. Það er hugur manna sem er á flugi.

c) Ekki láta bearish-stemminguna ná tökum á þér. Svartsýni er orkukrefjandi.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 1.7.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtilegar hugmyndir !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband