30.6.2008 | 01:01
Hvað var Dr. Jeffrey Sachs að gera á Íslandi?
Jeffrey Sachs er einn aðal hagfræðingur heimsins og hann hefur m.a. komið til Íslands til þess að ræða við forsetann, ráðamenn og koma með ábendingar og ráð. Sachs getur meðal annars stært sig af því að hafa náð tökum á óðaverðbólgu í Bólivíu og hann átti einnig þátt í því að koma á nokkurs konar markaðshagkerfi í Rússlandi.
EN...
Dr. Jeffrey Sachs er einnig maðurinn sem stuðlaði einna mest að því að atvinnuleysi og fátækt í Bólivíu jókst um tugi prósenta þannig að landið hefur ekki enn beðið þess bætur. Sachs notaði shock treatment á bólivískan almenning sem sökk niður fyrir fátæktarmörkin. Margir létust úr vannæringu og skorti. Ráðleggingar Jeffrey Sachs hafa því valdið ómældum þjáningum sums staðar þar sem hann hefur komið að málum.
Getur nokkuð verið að Sachs og aðrir ráðgjafar af hans tagi hafi sagt Seðlabankanum að koma af stað snöggri kreppu á Íslandi til þess að geta slegið á verðbólguna? Er verið að nota bólivísku aðferðina á íslenskt efnahagslíf? Ég vona ekki. Ég er orðin þreytt á tilraunum hagfræðinga sem leika sér með almenning eins og hann sé aðeins tölfræðileg tala á pappír. En hvað var þá Jeffrey Sachs að gera á Íslandi og af hverju er akkúrat hann orðinn sérstakur vinur íslenskra ráðamanna?
With friends like these who needs enemies sagði Harding, forseti USA á sínum tíma og hafði vissulega lög að mæla.
Athugasemdir
þetta var hrollvekjandi
Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 01:20
Spáðu í einu.... Spáðu í því hvernig flokkarnir hérna á íslandi eru byggðir upp. Hvernig fólk velst í hvaða flokk. T.d. hvaða flokkur myndi hafa mest af ... lögfræðingum, hagfræðingum og viðskiptafræðingum? Það er sá flokkur sem hvað líklegastur yrði til að líta á persónuna einfaldlega sem "tölur á blaði". "Hag-eind". Slíkum flokki kemur það ekki við, þótt ein og ein "hag-eind" svelti til bana, eða hafi það verulega skítt, svo lengi sem "meðaltal hag-eindanna" er fyrir ofan einhver mörk.
Einar Indriðason, 30.6.2008 kl. 08:48
Skyldi þessi maður nokkuð lifa við fátækramörk? Skyldi hann hafa hugsað um örlög þeirra sem dóu af vannæringu af hans völdum? Og skyldi forsetinn hafa hugsa um þetta þegar hann talaði við hann? Svona menn eru að mínu áliti fremur glæpamenn en virðingarmenn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.6.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.