Hverjir hagnast á kreppunni?

bidrodKreppan á Íslandi er engin tilviljun og stafar ekki af efnahagsástandinu í heiminum eins og margir vilja vera láta.  Kreppan á Íslandi er tilbúin, sköpuð af fyrri ríkisstjórnum þessa lands og framkölluð eins og ljósmynd af núverandi ríkisstjórn og Seðlabankanum.  En af hverju?  Jú það eru kannski um 10% íslensku þjóðarinnar sem munu hagnast mjög mikið á þessu kreppuástandi og það eru reyndar nú þegar 10 ríkustu prósentin.  Auk þessa þarf að koma hugmyndum nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd.

Það tíðkast nefnilega í dag meðal ríkisstjórna og hagfræðinga af Milton Friedman skólanum að framkalla kreppu aðallega til að ná fram hagnaði fyrir fámenna yfirstétt og til að skapa "hreint" kapítalískt hagkerfi.  Þeim sem græða er sama þótt að matvælaverð hækki og verðbólga fari í þriggja stafa tölu.  Þeim finnst einnig í lagi að slátra millistéttinni og ýta helmingi þjóða undir fátæktarmörk.  Þetta hefur allt verið framkvæmt oftar en einu sinni í veraldarsögunni og nú virðist röðin vera komin að Íslandi.

Þetta kallast að koma á hreinum kapítalisma (pure capitalism) og öllum votti af sósialisma eða einhvers konar velferðarkerfi skal útrýmt.

Það er líka önnur ástæða fyrir því að kreppa kemur í góðar þarfir.  Allt krepputal er notað sem átylla til að byggja fleiri álver og fara í fleiri stórframkvæmdir.  Þannig heldur ríkasti hluti þjóðarinnar áfram að græða og græða á meðan að aðrir sem ekki eru innan hins lokaða hrings missa vinnuna.

Kreppan er eins konar "Shock treatment" til þess að berja þjóðina til hlýðni.  Ríkisstjórnin hótar áframhaldandi kreppu fái hún ekki umboð til að byggja fleiri álver og þóknast stórfyrirtækjum.

Íslenska kreppan er algjörlega heimatilbúin eins og íslenskt skyr og hún væri ekki til staðar nema vegna þess að einhverjir græða á henni.  Hverjir skyldu það vera? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að þetta sé alveg hárrétt hjá þér. Og já - hverjir skyldu það vera?

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 02:16

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bankarnir virðast ekki vera að tapa á þessari kreppu, þeir græða.  Ekki græði ég og ekki hinn almenni launþegi.  Það er skítalykt af þessari heimatilbúnu kreppu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2008 kl. 02:27

3 identicon

já. Þetta er virkilega "spookí" þetta "kreppuástand" hérna...var þetta ekki all búið til, bara til að þvinga fram eitthvað sem við viljum raunverulega ekki eins og ver og virkjanir...

alva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 03:01

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir síðast Ingibjörg

Reyndar held ég ekki að kreppan sé heimatilbúin að öllu leyti. En hræðsluáróðurinn sem henni fylgir er notaður á almenning og ég held að þú hafir á réttu að standa að það eru einhverjir að græða á henni. Mér sýnast auðmenn vera að flýja með eignir úr landi og bankarnir vita greinilega sínu viti - skrúa bara fastar hreðjartakið sem þeir hafa á viðskiptavinum sínum. 

Anna Karlsdóttir, 29.6.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

"Heimskreppan svokallaða stafar af því að hún þjónar hagsmunum hinna ríkustu íbúa jarðar.  Hækkun olíuverðs sömuleiðis."  Íslenska kreppan var sköpuð af arkitektum nýfrjálshyggjunnar (neoliberalism) og þræðirnir liggja gegnum ríkisstjórnina og Seðlabankann til Bandaríkjamanna sem líta á Ísland sem hluta af sínu yfirráðasvæði en ekki eitt af Norðurlöndunum.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: Gunna, Dagný og Erna

Ég verð að segja það að þessi umræða fékk mig til að hugsa um kreppu umræðuna í þjóðfélaginu frá öðru sjónarhorni. Er reindar búin að hugsa mikið um þetta ástand undafarið og búin að velta því fyrir mér hvert ríkisstjórnin sé að fara með okkur, verður okkur öllum sem eigum ekki fasteignir í dag bolað úr landi þegar við förum af stað eftir námið og ætlum að eignast fasteign.

Kv Gunna

Gunna, Dagný og Erna, 29.6.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þá má ekki gleyma því að íslensk stjórnvöld hafa sýnt stóriðjunni óvenjumikinn skilning sem kemur fram í því að þegar einhverjum hugmyndafræðingnum á bak við álver dettur í hug að taka skóflustungu, þá mæta ráðamenn með skóflurnar sínar - án þess að nokkur virðist hafa krafist þess, - nema þá stóriðjubraskaranir kannski.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.7.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband