Gönguferðir og fuglaskoðun

Er búin að vera undanfarna daga í bústað við Hreðarvatn.  Fórum í gönguferð um skógræktina í Jafnaskarðsskóg og höfum skoðað fuglalífið og fylgst með himbrimanum við vatnið.  Einnig höfum við séð músarindla, auðnutittlinga, skógarþresti og ýmislegt fleira.

Þótt ekkert rafmagn sé í sumarbústaðnum þá er ekki hægt að segja annað en að við hjónin höfum verið að hlaða batteríin.  Löngu kominn tími á afslöppun og þægilegt frí.

Ég samdi kvæði í bústaðnum og læt það fylgja hér:

Við Hreðarvatn

Ef ég væri fugl á þinni grein

og hoppað gæti greinanna á milli

ég mikla mildi sýna myndi þeim

og muna sérhvert orð þitt, hjartans snilli. 

 

Í ástarinnar fagra sælureit

sigrast allt á döpru mínu hjarta

hvergi heimsins paradís ég leit

fyrr en hér við Vikrafellið bjarta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt ljóð hjá þér!!ÞAð hlýtur að vera skrítið að hafa ekkert rafmagn, það þætti mér en allir hafa sjálfsagt gott af svonaEkki einu sinni útvarp kannski....

alva (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:08

2 identicon

Fallegt ljóð.  Hefur greinilega verið dásamlegt að vera þarna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:29

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumarið 1957 var ég með fjölskyldu minni í sumarbústað við Hreðavatn. Þá voru þar eiginlega engir sumarbústaðir og bara eitt hús við Bifröst og svo Fúsaskáli við Grábrók.  Það var alltaf sól og blíða en einu sinni kom þrumuveður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband