Tár og tær

toe1Er búin að vera sérstaklega geðvond og pirruð undanfarna daga.  Af hverju?  Jú ég er með líkþorn á litlu tánni og í gær var táin svo rauð og þrútin að ég var viss um að ég væri komin með illskeytta blóðeitrun og að táin væri að detta af.

Engir skór passa, heldur verð ég að ganga í sandölum með tána standandi afkáralega út í loftið.  Meira að segja kötturinn sýnir málinu áhuga og hefur verið að stökkva á tærnar eins og þær væru mýs.  Og ekki varð það til að bæta ástandið þegar ég rak veiku tánna beint í eldhússtólinn, öskraði og hoppaði einfætt eftir eldhúsgólfinu. (sem betur fer var ég ein heima).

Ætlaði síðan að panta tíma hjá lækni, en þá eru allir á sjúkrahúsinu uppteknir við jarðskjálfta og áfallahjálp þannig að ég ákvað að ein lítil tá skipti ekki máli í hinu stóra samhengi hlutanna.  En í gærkvöldi leið mér aðeins betur þegar ég var búin að fara í fótabað og skafa af ósómanum.

En ef ég er semsagt eitthvað morgunfúl og í örgu skapi, þá er það vegna þess að mér er illt í litlu tánni.  ÆÆÆÆ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Það er vont að hafa tánna svona.

(Og nú kemur kæruleysiskomment.... Ég á svissneskan vasahníf, ég gæti hjálpað þér að bara fjarlægja tánna!)

Einar Indriðason, 12.6.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband