Molla og makkaróní

CuteEitthvað grunsamleg þessi hitamolla sem liggur yfir Suðurlandinu.  Minnir á loftslagið á meginlandi Evrópu...skyldi þó ekki vera að hitastigið á Íslandi sé að hækka grunsamlega mikið? Hmmm...hvað skyldi Loftslagsnefnd Sameinuðu Þjóðanna segja?

Einnig þessi ísbjörn!  Hvað var hann að gera á Þverárfjalli?  Ástæðan er sú að norðurskautsísinn er að bráðna og þegar hann þynnist mikið brotnar hann meira upp og stakir jakar losna og fara lengra suður á bóginn.  Með slíkum jökum geta borist ísbirnir.  Við eigum því von á fleiri ísbjörnum næstu misserin (og spurning hvort að við ætlum að skjóta þá alla?)??

Það er orðið svo langt á milli sumra ísjakanna fyrir norðan okkur, að ísbirnir hafa verið að drukkna vegna þess að þeir ná ekki að synda á milli jaka.   Og eru þeir samt mikil sunddýr.

Meira að segja Bush stjórnin hefur viðurkennt að ísbirnir séu í útrýmingarhættu.  Það er eitthvað grunsamlegt við þetta...hmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er þetta ekki bara undanfari fleiri jarðskjálfta og síðan eldgoss? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Æji, nei.  Ég meika ekki fleiri náttúruhamfarir í bráð.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 9.6.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel rétt að taka öllu með fyrirvara sem frá Bush og hans plebbum kemur.

1956 riðu Rússar á vaðið með friðum hvítabjarna, tíu árum síðar voru þeir alfriðaðir. Þá taldi stofninn 5000 dýr. Nú er stofninn 20000 dýr þannig að þetta horfir allt til betri vegar hvað stofninn áhrærir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.6.2008 kl. 04:13

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ef einhver meikar ekki fleiri náttúruhamfarir í bráð er best að flyja til dæmis á Seyðisfjörð.

Ég meika ekki annað ísbjarnarmorð og skora því á hlutaðeigandi að gera áætlun um hvernig skuli tekið á móti næsta dýri sem kemur, fyrr en síðar.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband