7.6.2008 | 08:58
Að bjóða úlfum í mat - Björgvin byggir í Helguvík
Nú er Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra búinn að taka skóflustunguna að álverinu í Helguvík og orðinn stóriðjusinni. Af hverju? Jú íslenskir stjórnmálamenn, einkum fyrri ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tók þá ákvörðun að bjóða stórfyrirtækjunum inn í landið. Og þegar stórfyrirtækin eru búin að hreiðra um sig getur orðið ansi erfitt að losna við þau. Þau eru eins og úlfar sem búið er að bjóða í mat. Hvaða stjórnmálamaður þorir að ráðast gegn hópi úlfa?
Lítum á það sem gerist ef stjórnmálamenn ganga þvert á vilja stjórfyrirtækja (og USA). Salvador Allende í Chile var vinsæll og virtur læknir og stjórnmálamaður sem vildi hag fólksins og landsins sem bestan. Hann réðst gegn bandarísku stórfyrirtækjunum sem réðu koparnámunum í landinu og þar með voru dagar hans taldir í bókstaflegum skilningi. Á sama hátt hafa frelsishetjur sem ætluðu að frelsa lönd sín frá bandarískum stórfyrirtækjum horfið í dularfullum flugslysum og svo má lengi telja.
Íslenskir stjórnmálamenn eru búnir að bjóða úlfunum inn í landið. Og núna eru stjórnmálamennirnir að passa það að verða ekki étnir sjálfir, vegna þess að þegar þú býður úlfum í mat er alltaf hætta á því að þú sjálfur verðir aðalrétturinn.
Athugasemdir
já. þetta er alveg heint skelfilegt, Þeir gera sér enga grein fyrir þessu ( alþingismenn - ráðherrar ) og halda að þeir séu einhverjir vinir okkar þessir gráðugu úlfar, þeir þola örugglega ekki brosið á Geir eða Björgvini eða Guðna...
þessum úlfum sinnst þeir örugglega virka eins og saklausir og vitlausir skóladrengir...
takk fyrir bloggvinskapinn. .
alva (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 13:02
Það munar um verulega um þín vönduðu framlög í baráttunni fyrir betra mannlífi. Ég vona að það gangi vel að raða aftur upp í hillurnar á Selfossi.
Kv. Viðar
Viðar Jónsson, 7.6.2008 kl. 13:38
Er stóriðjan með íslensku ríkisstjórnina í vasanum?
sjá: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/562154/
Guðjón Sigþór Jensson, 7.6.2008 kl. 16:22
Ég get ekki sagt að ég hlakki til að fá reikninginn frá Impregilo, allavega...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 16:20
Takk fyrir þennan pistil, Ingibjörg Elsa. Þú hefur svo sannarlega lög að mæla.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 16:49
Þið misstuð af góðri ferð á vegum nokkurra grænna félaga í Samfylkingunni um Hellisheiðina í dag. Við fengum frábæra leiðsögn og svo er aðskilja að margir Samfylkingarmenn eru orðnir mjög vantrúaðir á þá þróun sem þessi gegndarlausa virkjanastefna hefur í för með sér. Á þeim bæ vill fólk virkjanastopp og það strax!
Sjá nánar nýjustu færsluna mína: Nakin mótmæli.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.