5.6.2008 | 17:13
Kalda stríðið og pyntingar nútímans
Á dögum Kalda stríðsins fréttu Bandaríkjamenn af því að Rússar væru orðnir fróðir um það hvernig ætti að pynta fólk. Alexander Solsjenitsyn lýsti þessum pyntingaraðferðum Stalínstímans í bókum sínum um Gulag eyjaklasann. En færri vissu að Bandaríkjamenn vildu náttúrulega ekki vera eftirbátar Rússa í þessum efnum og þróaði CIA ásamt hjálp sálfræðinga eins og Ewen Camerons pyntingaaðferðir sem enn eru notaðar í fangelsum Bandaríkjamanna í dag.
Aðferðir Bandaríkjamanna voru síðan notaðar í Chile á dögum Pinochets og hafa verið notaðar víða um heim síðan. Það er vitað mál, að alveg sama hvað einstaklingurinn er sterkur fyrir, það er hægt að einangra hann og brjóta niður á 3 dögum eða svo. Þeir sem eru svo óheppnir að lenda í höndum böðlanna eiga engan sjens.
Það er óhugnanlegt til þess að hugsa að það eru ekki lengur bara kommúnistarnir og vondu kallarnir sem eru að beita pyntingum. Í dag virðast það ekki síður vera Bandaríkjamenn (þ.e. góðu gæjarnir) sem eru að beita pyntingum, og nota fangaflug og fangaskip. Það er því mjög nauðsynlegt að styrkja óháð samtök eins og Amnesty International sem berjast gegn þessum óhugnaði án tillits til landamæra. Og við skulum biðja fyrir þeim sem sitja í einangrun á þessari stundu og hafa e.t.v. þegar liðið miklar þjáningar.
Það er ekkert í veröldinni sem afsakar pyntingar eða slíka meðferð á fólki. Þetta er hrein grimmd.
Athugasemdir
Algjörlega sammála!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 17:29
Því miður hafa fáir verið duglegri við að þjálfa upp hryðjuverkamenn og kenna pyntingar en þessir svokölluðu "Góðu Gæjar " þó að ekki hafi farið hátt á vesturlöndum, vegir CIA eru illrannsakanlegir, það eru síðan afar vel rökstuddar grunsemdir og sannanir um það að CIA hafi og eru með puttana í víðtækum eiturlyfjaflutningum, urðu fyrst vísir að slíkum ósóma í Íran/Kontra málinu sællar minningar.
Georg P Sveinbjörnsson, 5.6.2008 kl. 17:33
Tek undir hvert einasta orð.
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 17:43
Oftar en ekki hafa Bandaríkjamenn verið að eltast við eigin afkvæmi. Sköpuðu þeir t.d. ekki Saddam? Synda listinn er óendanlegur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2008 kl. 17:58
Saddam , Osama, Noriega,.....listinn yfir drauga skapaða af Bandaríkjamönnum og CIA er mjög langur og ljótur.
Georg P Sveinbjörnsson, 6.6.2008 kl. 13:25
Sammála þér.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.