Júróvisjón - ópíum fyrir fjöldann

 

Júróvisjón keppnin er með lélegri tónlistarviðburðum hvers árs.  Fæst laganna skilja nokkuð eftir sig, ekki einu sinni laglínu.  En Júróvisjón keppnin er guðsgjöf fyrir lélega stjórnmálamenn.  Í nokkrar vikur er ekkert annað í fjölmiðlum en Júróvisjón og tala nú ekki um ef að Ísland myndi vinna Júróvisjón, þá myndi kreppan gleymast og fylgi ríkisstjórnarinnar rjúka upp úr öllu valdi. 

Þannig er Júróvisjón keppnin ágætis ópíum fyrir fjöldann, leið til að svæfa umræðuna og komast hjá erfiðum spurningum.  Það skiptir varla máli hvað gerist í pólitíkinni á meðan að Júróvisjón er í gangi.  Aðeins velgengni Íslendinga í Júróvisjón getur aukið fylgi ríkisstjórnarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góður punktur! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 21:44

2 identicon

Nei, er þetta nú ekki orðum aukið. Þarna var margt góðra laga, meira að segja eitt sem hefði getað orðið uppáhaldslag hjá mér hefði flytjandinn ekki verið svona andsk... ljótur! Það getur nefnilega verið stórhættulegt að hlusta á lögin í Júróvisjón og horfa um leið. Maður verður helst að skipta þessu niður; hlusta án þess að horfa og horfa svo án þess að hafa hljóðið með. Þess vegna höfum við endursýningar.

Hvað pólitíska fylgifiska keppninnar varðar, treysti ég mér ekki til að leggja mörg orð í belg, nema það sem ég sagði áður, hlusta fyrst og horfa svo. Annars er hætta á að maður geti hvorugs notið.

 JRK

JRK (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 02:48

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvers vegna skrifar þú Júróvisjón en ekki Evróvisjón? Við búum í Evrópu og tölum um evrur en ekki júrur, o.s.frv.  

Ágúst H Bjarnason, 25.5.2008 kl. 03:05

4 Smámynd: Viðar Jónsson

Mikil hörmung þetta Evróvisjón og fer versnandi. Allir himinlifandi yfir því að vera ekki neðstir. Þetta dreifir kannski huganum frá leiðinlegum vandamálum.

Þýðingarkveðja

Viðar Jónsson, 28.5.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband