22.5.2008 | 07:33
Fingrafar Guðs
Ég er ljós heimsins, sagði Kristur og það er staðreynd að í veröldinni er alltaf eitthvað ljós, einhver óútskýranleg birta. Einnig er það óneitanlega staðreynd að heimurinn er fagur. Þessi fegurð heimsins er mikil ráðgáta því að ekki virðist vera nein sérstök ástæða fyrir henni önnur en sú að Guð - skapari heimsins gat ekki annað en skapað eitthvað sem var í eðli sínu gott og fallegt. Þessi fegurð veraldarinnar er því nokkurs konar fingrafar Guðs. Ljósið og birtan, litirnir, margbreytileikinn, liljur vallarins, allt vísar þetta til hins eilífa kærleika og hinnar miklu fegurðar sem er að finna í hjarta skaparans. Þess vegna er ekki annað en hægt að viðurkenna að veröldin er óendanlega fögur þótt stundum sé vegur lífsins grýttur og seinfarinn. En Guð gat ekki skapað veröldina án þess að skilja eftir eitthvað af sjálfum sér í þessum heimi og þess vegna, og einvörðungu vegna þess, er heimurinn fagur.
Athugasemdir
kvitt
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.5.2008 kl. 22:50
Já heimurinn er fagur, það er visst og satt. Hjá mér vekur þetta stundum upp þakklæti og hamingju, en mér finnst engin þörf að tengja þetta við neina veru né sköpun sem var eða er undir áhrifum yfirnáttúrulega mætti.
Ég hef spáð í hvort ég sé svolítill panþeisti í mér, og mér finnst hugmyndin um Gaia og það sem ég hef heyrt um skrif James Lovelock ( og lífstjörnufræðinga ) um þróun lífhvólf jarðarinnar mjög athyglisvert. En að tilbiðja Gaia eða aðra mætti með kerfisbundnum hætti liggur ekki fyrir mig. Þá týnist að mér finnist eigingildi nátúrunnar. Allt þetta fagra og óttrúlega stóra og gamla, og litla og kvíka hefur sitt eigið gildi og þarfnast stundum umhyggju og verndar en yfirleitt virðingar - óháð meints skapara. Kannski svolitið á línu Arne Næss, höfundur hugmyndafræðinnar "Deep Ecology".
Mögulega hefur þessi sýn samt eitthvað sameiginlegt sýn þeirra sem lsegja að Guð sé í öllu, og láta það vera meginforsenda í sínu trúarlífi. Kannski á þetta eitthvað skylt við "Deism", sem mér skilst að fleiri að forvígismenn stjórnarskrá BNA aðhylluðust.
Morten Lange, 24.5.2008 kl. 00:34
Þakka þér fyrir það Morten. Hef lesið bæði Gaia og Naess.
Ingibjörg
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 24.5.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.