Sól á suðurlandi

soil-shovelAf því að ég er búin að skrifa svo mikið um realpólitík verð ég að taka fram að ég er nú ekki alltaf að hugsa um mannkynssöguna.  Eins og t.d. í dag.  Ég fór í gönguferð í morgunsárið og naut sólarinnar.  Þetta lítur út fyrir að verða fallegur og bjartur dagur.

Grasið er að verða grænt og loksins finnst manni sumarið vera komið.  Vorlaukarnir heppnuðust vel og marglitir túlípanar skreyta nú blómabeðið í garðinum.  Annars er garðurinn ein stór grasflöt sem bíður eftir því að búin verði til beð eða eitthvað skemmtilegt skipulagt.

Moltugerðin gengur sinn gang og það lækkar hratt í tunnunum þessa dagana.  Mér skilst að við minnkum sorpmagnið um a.m.k. 30% með því að jarðgera lífræna úrganginn.  Það þýðir 30% minni urðun og það munar um minna.  Einnig erum við með græna tunnu og getum sett í hana dagblaðapappír og þar fram eftir götunum.

Seinna í dag þarf ég að fara með reiðhjólið út á bensínstöð og setja loft í dekkin.  Það verður alltaf svo loftlaust eftir veturinn.  En ég ætla að hjóla mikið í sumar.  Þegar bensínið er svona dýrt er óþarfi að vera að aka stuttar vegalengdir.  

En það er yndislegt að sumarið skuli vera komið og gott að geta setið úti í garði.  Og svo er alltaf kaffi á könnunni! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband