18.5.2008 | 01:19
Hvað er realpólitík?
Realpólitík kallast sú óhugnanlega, miskunnarlausa valdapólitík sem alþjóðastjórnmál láta oft stjórnast af, einkum þegar stórveldi eins og Rússar, Bandaríkjamenn eða Bretar eru annars vegar. Það er út frá röksemdum realpólitíkur og valdajafnvægis sem farið er í stríð og það er út frá köldum og miskunnarlausum rökum hennar sem kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki.
Realpólitík er með öðrum orðum pólitík sem afsakar valdbeitingu, stríð, morð og pyntingar með einhverjum rökum sem snerta valdastöðu, valdajafnvægi og þar fram eftir götunum. Realpólitík er pólitík allra einræðisherra og hún er örugglega sú pólitík sem iðkuð er í helvíti, ef helvíti er til annarsstaðar en hér á jörð.
Það er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að vita að realpólitík er til og að henni er beitt í veröld sem er oft á tíðum alveg miskunnarlaus. Hitt er annað mál, að það er ákvörðun hvers einasta manns hvort að hann ákveður að ganga á vegum kærleikans og miskunnseminnar eða ganga á vegum hins veraldlega valds. Kristur sýndi okkur veg kærleikans en í ritningunni stendur skrifað að varast skuli hið veraldlega vald (beware of the Powers that be). Maður skyldi því varast að láta heilsa sér á torgum og vísa sér til hefðarsætis í veislum. Allt er það hégómi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.