Hverjir eiga Ísland?

AWACS_UK-90_2617_375X300Nú er það svo að Íslendingum hefur löngum staðið uggur af Rússum og má rekja þann ugg aftur til Kalda Stríðsins og þess ástands er þá ríkti.  Íslendingar reyndar voru svo hræddir við Rússa að þeir flúðu beint í faðm Bandaríkjamanna og NATO til að leita sér hjálpar - kannski flúðu menn of langt. 

Ekki skal borið á móti því að það er erfitt að vera smáríki í veröld þar sem neitt er aflsmunar og reglur realpólitíkur virðast gilda.  En faðmur stórveldanna er kaldur og miskunnarlaus.  Hann gefur ekkert af sér en krefst í staðinn blóðfórna eins og hjá Astekum hið forna.  

Bandaríkjamenn virðast hafa krafist þess að fá aðgang að orkulindum Íslendinga í skipti fyrir vernd í varhugaverðum heimi.  Herinn hvarf á braut en í staðinn komu bandarísk stórfyrirtæki og náðu tangarhaldi á efnahagslífi landsins og fengu aðgang að "endurnýjanlegu" orkulindunum.

Nú vaknar spurningin.  Hvernig eiga Íslendingar að fara að því að endurheimta sitt sjálfstæði úr járngreipum stórvelda og stórfyrirtækja?  Eigum við íbúar þessa lands að þegja og leyfa Bandaríkjamönnum og Rússum að skipta landinu á milli sín?  Rússar fá Vestfirði og olíuhreinsunarstöð, Bandaríkjamenn fá Austfirði og álver.

Það skal enginn maður halda að Rússar fái að byggja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum án góðfúslegs leyfis og samþykkis Bandaríkjamanna.

Þá vaknar óneitanlega spurningin:  Hvaða stórveldi ræður stjórnarráðinu og er Sjálfstæðisflokkurinn kannski á leiðinni að verða Ósjálfstæðisflokkurinn?  Myndi það bjarga einhverju að fara að ráði Samfylkingarinnar, - blanda ESB í málin og gefa Evrópu t.d. Suðurlandið?  Langar Frakka og Breta líka að skipta Íslandi á milli sín? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar Thedóra Thoroddsen ekkja Skúla Thoroddsen var spurð að því hvernig henni litist á að Sameinganrflokkur alþýðu sósíalistar tæki upp nafnið á tímariti manns hennar Þjóðviljann, svaraði hún að það væri ekki svo slæmt. Öllu verra væri þegar braskarar stælu nafninu á stjórnmálaflokknum sem Skúli átti þátt í að hleypa af stokkunum en Sjálfstæðisflokkurinn eldri var stofnaður fyrir réttri öld.

Síðar átti hann eftir að klofna bæði langsum og þversum eins og kunnugt er, rétt eins og sá síðari margsinnis. Sennilega er þessi nýi flokkur að ganga sér til húðar, því fyrr kannski því betra.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband