Að byggja á bjargi

http://www.freefoto.com/images/05/04/05_04_51---Candle_web.jpg

Nú er það svo að kristin trú er stundum talin gamaldags og fjarri nútímanum enda sumar frásagnir Biblíunnar mjög fornar.  En þegar nútíminn er í vanda,  þegar sverfur að og nútímamaðurinn upplifir að hann hefur ekkert fast til þess að byggja á, er gott að leita til þeirrar visku og þeirrar trúar sem hefur lifað í þúsundir ára.  Það má jafnvel segja að það sé ákveðinn styrkur kristinnar trúar að hún er ekki bundin við  eina ákveðna siðmenningu, eða ákveðinn tímapunkt í mannkynssögunni.  Boðskapur kristinnar trúar er ætíð tímabær, á ætíð erindi og leitar alltaf inn í þá menningu sem er til staðar á hverjum tíma. Þannig  er kristin trú og hinn kristni boðskapur í senn hluti af mannkynssögunni  og einnig  upphafinn (transcended) yfir  mannkynssöguna.  Hinn kristni boðskapur felur í sér að á bakvið hið  skammvinna, hverfula og  hvikula  er eitthvað eilíft, fast og varanlegt sem er kærleikur Guðs.  Á sama tíma gerðist Guð maður í Jesúm Kristi og gengur þannig að fullu inn í hina mannlegu tilveru.  Sjálfur Guð, skapari heimsins, er orðinn hluti af mannkynssögunni.  Þannig mætast hið tímabundna og hið eilífa og hvert einasta andartak lífsins fær eilífa vídd gegnum samband og tengsl mannsins við Guð.  Þannig má segja að hin kristna trú byggi á bjargi sem vísar til hins eilífa grundvallar hennar þar sem líf hvers manns hvílir ekki í tímabundum ranni sögunnar heldur í kærleiksríkri hendi Guðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Falleg skrif hjá þér frænka mín og sönn. Innilegar kveðjur héðan frá Kaupmannahöfn frá mér og fjölskyldunni þar sem við erum nú til að vera viðstödd fermingu Ingva Brynjólfssonar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.5.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband