8.5.2008 | 18:12
Ást við fyrsta mjálm - naggrís fæst gefins
Alexandra fór í fyrsta skipti til dýralæknisins í dag. Þar var hún formlega skráð sem í minni umsjá, þannig að núna ber ég ábyrgð á lífi hennar og heilsu. Alexandra var ekkert sérstaklega hrifin af bílferðinni. Hún mjálmaði stöðugt og henni var illa við hraðahindranir. En hún var bara góð hjá dýralækninum.
Naggrísinn, hann Goggi, er hins vegar ekkert sérstaklega hrifinn af kettinum Alexöndru. Alexandra vill alltaf leika við hann þannig að það er hætta á því að þegar kötturinn stækkar geti leikurinn við naggrísinn endað með ósköpum.
Þannig að ef ykkur langar í afskaplega indælan skapgóðan og ljúfan naggrís sem er barnavænn og bítur ekki, þá getið þið haft samband í síma 562 4776. Búr og hús með matarskálum fylgir.
Athugið að myndin er ekki af Gogga naggrís, en er samt dáldið lík honum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.