Hverjir eru fatlaðir og hverjir ekki?

wheelchairNú er það svo að skilin á milli fatlaðra og ófatlaðra eru langt í frá að vera jafn skýr og margir vilja vera láta.  Stundum hefur sú hugsun flogið í gegnum huga minn, að allir séu með einhverja fötlun á einhverju sviði.  Það getur þó verið mismunandi hvers eðlis fötlunin er, að því leyti hversu mikil áhrif hún hefur á líf viðkomandi.

En skiptir fötlunin raunverulega máli?  Er það ekki manneskjan sem skiptir máli?  Nú er það svo að ég átti bróður sem hét Sigurður Björnsson og hann var bundinn við hjólastól fyrst og síðar rafmagnshjólastól.  Bróðir minn var einn hugrakkasta, sterkasta og yndislegasta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst.  Samt var það oft svo að þegar fólk hitti bróður minn, þá sá það ekkert nema hjólastjólinn og hélt jafnvel að það þyrfti að tala öðruvísi við hann en annað fólk.

En það var ekki hjólastólinn sem skipti máli.  Hjólastólar eru bara hjálpartæki á sama hátt eins og gleraugu.  Það dettur engum í hug að koma öðruvísi fram við þá sem nota gleraugu en aðra.  Af hverju á þá einn hjólastóll að skipta máli?

Mér fannst bróðir minn alltaf vera miklu stærri en þessi litli hjólastóll sem hann var sitjandi í.  Bróðir minn var stórkostleg manneskja og ég verð að segja fyrir mitt leyti að núna skipta hjólastólar, hækjur og gleraugu mig engu máli.  Það er manneskjan sem situr í hjólastólnum sem vekur áhuga minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ingibjörg Elsa.

Hugljúf grein um bróður þinn og fötlunina.Mér finnst þú segja mjög margt í fáum orðum.Ég er öryrki á allt öðrum sviðum og ekki bundin við hjólastól.

En hafðu kærar þakkir fyrir greinina og gangi þér allt í haginn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 07:55

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Afar góður pistill sem vonandi vekur fólk til umhugsunar.  Mannfólkið er svo gjarnt á að einblína á það sem ekki skiptir máli.

Svava S. Steinars, 30.4.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband