Alexandra vum Daerchen

DSC_0154Hann Vampy okkar eignaðist kettlinga um daginn og núna eftir að Vampy er farinn aftur til eiganda síns, fengum við Valgeir einn af kettlingunum, hana Alexöndru.   Alexandra er fallegasta litla kisa sem ég hef nokkru sinnum augum litið.  Hún er mjúk, og ljúf og góð með litlar hvítar hosur og blá augu.

Alexandra er strax farin að kanna sín nýju heimkynni.  Hún skoðar hvern krók og kima í húsinu okkar og horfir í forundran á naggrísinn, hann Gogga.  (Nikolaj Gogol heitir Goggi í raun og veru enda dökkur á brún og brá eins og rithöfundurinn).  

En núna er Alexandra litla semsagt komin til okkar.  Ég efast um að það verði sofið mikið í nótt. 

Athugið að ljósmyndin var tekin af Sólu sem er frábær ljósmyndari. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ja til hamingju með þá stuttu

Erna Bjarnadóttir, 21.4.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sæl, Ingibjörg Elsa...  Vildi láta þig vita af þessum fundi í Hveragerði í kvöld, þú gætir haft áhuga á að mæta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Svava S. Steinars

En dásamleg lítil kisa!!  Til hamingju með nýjasta meðlim fjölskyldunnar

Svava S. Steinars, 22.4.2008 kl. 10:29

4 identicon

Hún Alexandra er yndisleg, svo falleg og góð.

Til hamingju með hana

Guðný Ingvars (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband