15.4.2008 | 23:41
Lærum við eitthvað af sögunni?
Saga mannkynsins er að mörgu leyti sorgleg en einnig falleg. Mér þykir alltaf sorglegt að hugsa til þeirra fórnarlamba styrjalda og átaka sem liggja í ómerktum gröfum, - venjulegt fólk sem dó vegna hörmunga og óréttlætis.
Nú er það svo að hver einstakur maður ber ábyrgð á sjálfum sér og sínum gjörðum. Jafnvel þótt að hann eigi sér eitthvað til málsbóta þá ber hann ábyrgð á sjálfum sér. Þau fórnarlömb stríðsátaka sem ekki gátu varið sig eiga heimtingu á því að þeirra sé minnst og að þeir sem hafa framið fjöldamorð og ódæðisverk verði sóttir til saka af stríðsglæpadómstólum.
Ég trúi því að saga hvers manns sé skráð jafnvel þótt að hann týnist og hverfi í stríðsátökum heimsins. Einhversstaðar í gulnaði bók stendur nafn hans skráð.
Athugasemdir
Það held ég að sé alveg rétt hjá þér - og sú gulnaða bók er stór og þykk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.4.2008 kl. 01:01
Saga fólks sem týnir lífi í hörmungum og stríðsátökum lifir oft sem betur fer áfram með ættingjum og vinum sem eftir lifa. Dæmi um það er að finna í bókinni Ein til frásagnar sem ég var að segja frá á blogginu mínu í kvöld. Blóðbaðið í Rúanda kostaði um 800.000 manns lífið að talið er. Skelfilegt dæmi um ótrúlega grimmd og hatur.
Kveðjur á Selfoss
Erna Bjarnadóttir, 16.4.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.