Um rómantísku stefnuna

Rómantíska stefnan

 

Rómantíska stefnan var hugmyndafræði sem átti rætur sínar að rekja til 18. aldar í Vestur Evrópu.[1]  Hún lagði áherslu á sterkar tilfinningar,  ímyndunarafl einstaklingsins og umbyltingu þjóðfélagsins,  einkum var lögð áhersla á að umbylta aðalsskipulaginu.  Mikið var rætt um náttúru eða eðli tungumála og sögu og lögð var áhersla á upplifun hins háleita í gegnum tengsl við náttúruna.[2]  Franska byltingin hafði í þessu sambandi mjög mikil áhrif og í kjölfarið breiddist rómantíkin út um álfuna.  Rómantíska stefnan lagði mikla áherslu á dýrkun einstaklinga sem taldir voru hetjur eða listamenn.  Stefnan fylgdi í kjölfar upplýsingarinnar og var að hluta til knúin áfram af uppreisn gegn ríkjandi gildum fyrra tímabils, auk þess sem hún taldi sig uppfylla drauma og væntingar samtímans.[3] 

Beethoven2

Ludwig van Beethoven ( 1770 – 1827 ). 

Oft er lagður sá skilningur í rómantísku stefnuna,  að hún hafi verið safn nýrra menningarlegra og fagurfræðilegra gilda[4].  Hægt er að rekja til rómantísku stefnunnar upphaf einstaklingshyggjunnar og á sama tíma kemur fram hugmyndin um hinn rómantíska snilling og var Shakespeare oft tekinn sem dæmi.   

Hvað þýðingar snertir skiptir hér máli að hugmyndin um þjóðina og þjóðtunguna varð til og áhersla var nú lögð á venjulegt mál í stað latínu áður.  Þjóðtungur komu fram á sjónarsviðið og gerðar voru tilraunir með ný listform sem ekki voru af  klassískum meiði.[5] 

[1] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia.  Vers. 28.January 2006. Leitarorð Romanticism. 

[2] Drabble, Margaret, ed.  The Oxford Companion to English Literature  bls. 842. 

[3] Roe, Nicholas.  Romanticism.  An Oxford Guide.  Bls.  51. 

[4] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia.  Vers. 28.January 2006.  Leitarorð Romanticism. 

[5] Roe, Nicholas.  Romanticism.  An Oxford Guide.  Bls.  58.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband