Brot úr ljóði eftir Brodsky

 

Jules Verne eftir Josif Brodsky

 

  1. erindi

 

Órofinn hnökralaus sjóndeildarhringur

Korvettan klýfur öldurnar með vangasvip Franz List.

Það syngur í reipum.

Nakinn api stekkur öskrandi upp úr káetu náttúrufræðingsins.

Við skipshlið synda höfrungar

Og eins og einhver sagði

Það eina sem þolir veltinginn

Eru flöskurnar á barnum.

Vindurinn feykir burt síðari hluta skemmtisögu

Og kafteinninn grípur með berum höndunum

Um mastrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband