13.4.2008 | 07:29
Hver var Lermontov?
Mikhail Yur'yevich Lermontov (Михаил Юрьевич Лермонтов), (1814 til 1841), var rússneskt rómantískt skáld og rithöfundur stundum kallađur skáld Kákasus. Hann var ţjóđskáld rússa eftir dauđa Alexanders Púskins, en sjálfur lést hann einungis fjórum árum síđar í einvígi, 26 ára gamall[1]
Lérmontov fćddist inn í virđulega fjölskyldu í Moskvu en ólst upp í ţorpinu Tarkhany ţar sem hann er nú grafinn. Fjölskylda hans rakti ćttir sínar aftur til hins skoska ćvintýramanns Learmounts[2], sem hafđi sest ađ í Rússlandi í upphafi 17 aldar ţegar Micael Fjodorovich Romanov var keisari.
Sem ungur drengur hlustađi Lérmontov á sögur af stigamönnum viđ Volgu og ímyndunarafl hans fór á flug ţegar hann hugsađi um dirfsku ţeirra og leynileg rćningjabćli. Tíu ára gamall veiktist Lérmontov alvarlega og til ţess ađ bjarga lífi hans fór amma hans međ hann til Kákasus. Ţar varđ hinn ungi Lérmontov fyrst ástfanginn af ungri stúlku sem hann lýsti síđar ađ hefđi haft gulliđ hár og englaaugu.[3]
Lérmontov ólst upp í svipuđu andrúmslofti og Alexander Púshkin.[4] Í Moskvu kynntist Lérmontov verkum Goethes og Schillers og áriđ 1828 hóf hann nám í menntaskóla. Ţađ kom fljótt í ljós ađ hann var afburđa námsmađur. Á menntaskólaárunum kynntist Lérmontov síđan Púshkin og Zhukovsky og vinir hans voru vanir ađ grínast međ ađ hann gengi um međ verk Byrons undir hendinni.[5] Eftir menntaskóla áriđ 1830 hóf Lérmontov nám í Moskvuháskóla. Hann ţótti klár, kuldalegur og hrokafullur. Hann mćtti vel í fyrirlestra en tók lítinn ţátt í stúdentalífinu. Ađ lokum ákvađ Lérmontov ađ fara í herskóla og varđ ađ lokum liđsforingi í ţjóđvarđliđinu.
Er Pushkin dó í einvígi áriđ 1837 ásakađi Lermontov yfirvöld um ađ hafa tekiđ ţátt í morđinu í ljóđi sem hann tileinkađi keisaranum. Keisaranum var ekki skemmt og hann sendi Lérmontov strax til Kákasus en Lérmontov var himinlifandi yfir ţví ađ vera aftur kominn í dali Kákasusfjalla.
Áriđ 1839 lauk Lérmontov viđ einu skáldsögu sína, Hetja vorra tíma, sem spáir fyrir um ţađ einvígi sem varđ honum ađ aldurtila áriđ 1841.
Líf Lérmontovs var á heildina litiđ mjög dramatískt. Hann dó í einvígi sem sumir segja ađ keisarastjórnin hafi skipulagt. Lérmontov er eitt vinsćlasta skáld Rússa enn í dag. Flestir Rússar geta vitnađ í Lérmontov hvort sem ţeir hafa hlotiđ langskólamenntun eđur ei. Á Vesturlöndum hefur Lermontov löngum veriđ misskilinn einkum og sér í lagi vegna lélegra enskra ţýđinga á verkum hans. [6]
Lérmontov gaf einungis út eina ljóđabók á stuttri ćvi sinni (1839). Honum er í ţessu sambandi oft líkt viđ Shelley. Ţrátt fyrir ţađ hafđi Lérmontov mikil áhrif á rússneskar bókmenntir allt fram á 21.öld.
[1] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia. Vers. 28.January 2006. Leitarorđ Lermontov.
[2] Drabble, Margaret, ed. The Oxford Companion to English Literature bls. 565.
[3] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia. Vers. 28.January 2006. Leitarorđ Lermontov.
[4] Alexander Sergejevich Pushkin. Ţjóđskáld rússa. Skrifađi međal annars Evgeníj Onegín.
[5] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia. Vers. 28.January 2006. Leitarorđ Lermontov.
[6] Www.wikipedia.org The free Encyclopaedia. Vers. 28.January 2006. Leitarorđ Lermontov.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.