Að bíða í hljóðri þögn

The image “http://web.mit.edu/fjk/Public/gifs/Medvedev-young.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

Roy og Zhores Medvedev voru frægir bræður og andófsmenn í Sovétríkjunum.  Zhores var stimplaður geðveikur fyrir að gagnrýna Stalín og Roy var rekinn úr starfi fyrir að skrifa gagnrýna ævisögu um þennan sama Josif Vissarionovich.

Á meðan Zhores reyndi að útskýra að hann væri í raun eðlilegur og normal (þrátt fyrir skoðanir sínar), sat Roy Medvedev og skildi ekkert í því afhverju hann fékk aldrei bréf, afhverju enginn hringdi í hann eða bankaði upp á?  Roy var umlukinn óendanlega mikilli þögn.  Ef hann skrifaði grein í blöðin var henni ekki svarað.  Ef hann hrópaði upp mótmælaorð var einfaldlega ekkert sem gerðist.  ...nema þögn.

Nú hef ég sjálf t.d. gagnrýnt stjórnvöld fyrir að ætla að virkja á virku jarðskjálftasvæði í Neðri hluta Þjórsár. Ég fór meira að segja í fjölmiðla og gagnrýndi stjórnvöld og Landsvirkjun.  En ... ekkert svar kom nema þögn.  ...endalaus þögn.  Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur er einfaldlega ekki svarað!

Þannig er ég að upplifa dálítið það sama og Roy Medvedev upplifði á sínum tíma.  Ég skrifa og skrifa - gagnrýni og gagnrýni en ekkert mætir mér nema þögnin. Látum hana bara blogga, - hugsa andstæðingarnir og svara engu.  Við þegjum hana í hel hugsar Landsvirkjun.

En ég mun halda áfram að blogga.  Ég mun blogga um þöggun í íslensku þjóðfélagi, hvað er sameiginlegt með Hannesi Hólmsteini og Suslov, Hvað er íslenskur hægri-stalinismi og hvað er sameiginlegt með  íslenska Sj-St-Flokknum og sovéska kommúnistaflokknum eins og hann var og hét.

Og ég bíð í hljóðri þögninni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hugsum okkur að  pólitíkin sé hringur sem skipt er í miðju með striki ofanfrá og niður. Annarsvegar, til hægri eru hægrisinnar og  vinstrisinnar til vinstri. Neðst á hringnum sitthvoru megin við miðjustrikið eru miðjumenn eða svokallaðir jafnaðarmenn.

Efst á hringnum eru öfgamenn ýmist til hægri eða vinstri.

Stalin var það sem kalla má með réttu vinstramegin við allt til vinstri.  Björn Bjarnason er hægra megin við allt til hægri. Svo standa þeir Stalin og Björn saman hlið við hlið á toppi hringsins. Það er í raun vandséð hvað skilur þá að hugmyndafræðilega. Spurningin er einungis um útfærslu. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband