12.4.2008 | 08:13
Hinn ópólitíska og sjálfgefna pólitík sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn eða Flokkurinn eins og við skulum kalla hann lítur ekki á sig sem pólitískan. Hann lítur á sig sem eðlilegan og normal. Algengar eru setningar eins og: ég þoli ekki pólitík og kýs þess vegna sjálfstæðisflokkinn.
Hins vegar eru VG alveg hræðilega pólitískir í augum Flokksins og allir sem kjósa þá - eru að taka afstöðu í pólitík (á móti Flokknum sem er auðvitað bannað).
Sjálfstæðisflokkurinn er nokkurs konar sjálfgefið gildi (default value) í pólitík. Það er einkennandi fyrir fylgismenn Flokksins, að þeir eru mjög stoltir af því að vera í Flokknum og eru alltaf að blaðra um Flokkinn og Flokkslínuna fram og til baka.
Á meðan sitja fylgismenn annarra flokka og þegja þungri og merkingarþrunginni þögn. Þeir þegja af því að þeir hafa kannski misst vinnuna, eða tapað viðskiptum af því að þeir voru ekki í Flokknum.
Fylgismenn Flokksins eru sjálfhverfir. Þeir skilja alls ekki af hverju einhverjum getur liðið illa í fyrirmyndarríki Flokksins. Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi. Á Íslandi á öllum að líða vel a.m.k. meðan Flokkurinn stjórnar.
En það eru alltaf fleiri og fleiri sem eru farnir að þegja og horfa á Flokksmennina án þess að segja orð.
Þeir eru að hugsa.
Athugasemdir
Hryllingslega satt
Gestur Guðjónsson, 12.4.2008 kl. 11:24
Mikið er ég kát yfir að finna þig og hlakka til að lesa færslurnar þínar.
Í tilefni af hugleiðingum þínum um Flokkinn bendi ég á þessa færslu mína síðan í janúar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 14:23
Takk fyrir þetta. Gott hjá þér. Og sorglega satt. Er það ekki með ólíkindum hvernig venjulegt fólk kýs þennan flokk, gegn eigin hagsmunum eins og dæmin sanna, af því það er búið að telja fólki trú um að slíkt sé normal og hlutlaust. Eins og aldrei þurfi að setjast niður og hugsa, átta sig á samhengi og tilgangi þegar kemur að kosningum, þó við þurfum að gera slíkt alveg endalaust í daglegu lífi. Er þetta ekki merkilegt - og undarlegt um leið?
Friðrik Dagur Arnarson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.