4.4.2008 | 00:54
Að varast poshlost, vulgarity og lágkúru
Á rússnesku er til hugtakið poshlost sem er einhvers konar lágkúra eða það sem englendingar kalla vulgarity. Eitt af því mikilvægasta sem hægt er að gera er að forðast melodramatíska lágkúru t.d. í bókmenntum eða í sjónvarpi. Reyndar finnst mér alltof mikið af sjónvarpsefni vera melodramatískt bull, þannig að ég horfi orðið frekar lítið á sjónvarpið. Mér finnst sjónvarp lágkúra.
Í staðinn les ég bækur. T.d. er ég núna að lesa Peril at End House eftir Agöthu Christie á rússnesku. Það er yndilega skemmtilegt og krefjandi að lesa um Hercule Poirot á rússnesku. Ég efast um að ég myndi vilja lesa hann á íslensku. Annars þá les ég alltaf bækur á frummálinu, ef ég get. Ég keypti mér meira að segja kennslubók í arabísku en hætti við að lesa bókina þegar ég uppgötvaði að það þarf að lesa hana aftur á bak.
En það er mikilvægt að stefna hátt og hefja sig upp yfir hversdagsleikann. Algjör óþarfi að sökkva ofan í fen lágkúru og leiðinda enda nóg af verðugum viðfangsefnum sem hægt er að takast á við í lífinu.
Athugasemdir
Þetta er gaman að lesa. Takk fyrir skemmtunina. Og gangi þér vel með rússneskuna. Ég fór að reyna að læra tungumál á gamals aldrei og veit fátt skemmtilegra.
Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 01:53
Og myndin eftir Dali -alltaf jafn mögnuð.
María Kristjánsdóttir, 4.4.2008 kl. 11:01
Takk fyrir viljann til að bjarga kerlingunni. Þú ert "one in a million". Hringi örugglega í þig á næstunni.
Annars er ég að spá í að skrá mig úr þessum áföngum og taka þá frekar í dagskóla. Og ég er að reyna mig við hjúkrunar og móttökuritarann.
Þú mátt endilega líka hringja í mig, er oft frekar tilbaka. Á erfitt með að hafa frumkvæði. En síminn hjá mér er 6900048, en svara ekki á vinnutíma. Tékka bara á SMS. Eftir 7 á kvöldin virka daga er í lagi og eins á sunnudögum, aldrei að vinna þá.
Bestu kveðjur,
Fishandchips, 4.4.2008 kl. 23:47
Tek undir með Þráinn. Gaman að lesa þessa færslu. Njóttu vel rússneskuna. Og Dali myndin flott.
Foreldrar mínar hafa mikið verið að spá í tungumálum, meðal annars smá í rússnesku, arabisku, swahili, spænsku ofl.
Get ekki sagt að ég sé jafn duglegur. Stundum finnst mér allt í lagi að slappa af með sjónvarpsefni sem sumir sjá kannski sem lágkúru. En kannski verður maður líka svolítið dofinn af því... Annars mæli ég með bók sem varla tekst til afþreyingar, þó hún sé auðlesin, og nýlega kom út í nýrri útgáfu : Ecological debt: the health of the planet and the wealth of nations, eftir Andrew Simms
Morten Lange, 6.4.2008 kl. 00:12
Takk fyrir það Morten. Ég ætla að panta bókina.
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 6.4.2008 kl. 03:03
Já þú ert í rússneskunni en ég hef sjálfur aðeins reynt við hana og mér gékk ágætleg að læra hana en ég skellti mér í smá námskeið og skellti mér svo út til Úkraníu. Reyndar er úkraníska og rússneska ekki eins en eru nokkuð lík. Mér gékk ágætlega að lesa þarna úti og skemmti mér vel
Mér finnst rússneska frekar fallegt mál. Vandamálið er hvað henni hrakar fljótt ef maður notar hana ekki 
Hörður Agnarsson, 10.4.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.