Er Grænlandsísinn að fara?

The image “http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/Images/greenland_2005_melt.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Óhugnanlegar eru þær fréttir sem berast með reglulegu millibili um að Grænlandsjökull bráðni æ hraðar.  Stórir svelgir hafa myndast í jöklinum þar sem vatn virðist renna undir íshelluna og valda því að hún skríður hratt fram. Stórir ísjakar brotna og jökullinn kelfir út í hafið.

Hvaða máli skiptir það hvort að Grænlandsjökull bráðnar?   Það myndi kannski ekki skipta neinu máli nema vegna þess að mannkynið hefur á undanförnum öldum byggt borgir sínar og mannvirki án þess að taka nokkurt tillit til hugsanlegra breytinga í náttúrunni.  Stærstu borgir heims eins og Lundúnir og New York standa við sjávarsíðuna og eru algjörlega berskjaldaðar fyrir hækkun sjávarborðs.  En ef Grænlandsjökull bráðnar mun sjávarborð um allan heim hækka um sem nemur 7 metrum.

Það er því ljóst að tónlistarhúsið við höfnina í Reykjavík mun ekki standast bráðnun Grænlandsjökuls né miðbær Reykjavíkur yfirleitt.  Í staðinn fyrir að gera sér grein fyrir þessu og reyna að koma í veg fyrir bráðnun Grænlandsjökuls eru Íslendingar að byggja álver sem losa gróðurhúsalofttegundir sem líklega valda m.a. bráðnun Grænlandsíssins.  Það má því leiða að því nokkur rök að álverin á Íslandi muni að lokum sökkva miðbæ Reykjavíkur og færa Alþingishúsið á kaf.  Þá munu menn e.t.v. vakna upp við vondan draum í stjórnarráðinu og á Bessastöðum, ef ekki fyrr. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er allt á sömu bókin lært hjá okkur. Við lokum augunum fyrir staðreyndum og höldum áfram eins og naut með bundið fyrir augun. Einföld aðgerð eins og tollabreyting á bílum og skattar lægri á disel gæti breytt miklu. Styrkir til rannsókna á eldsneyti fyrir flotann. Við gerum barasta ekkert. Byggjum hallir sem fara í kaf. :)

Jón Sigurgeirsson , 19.3.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband