15.3.2008 | 22:03
Er Íraksstríðið fjármagnað með lánsfé?
Var ekki í fréttum nýverið að stríðið í Írak væri fjármagnað að stórum hluta með lánsfé? Og það voru víst bara alls engin tengsl á milli Saddams og meintra hryðjuverkamanna. Saddam var að vísu hinn mesti harðstjóri og hafði stundað morð og aftökur en svo má einnig segja um marga aðra harðstjóra í þessum heimi sem hafa fengið að starfa óáreittir.
Þetta vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi: Er þjóðfélagsástandið í Bandaríkjunum með þeim hætti að þau þurfi að einbeita sér að utanaðkomandi óvini til þess að upplausnarástand myndist ekki innanlands? Er nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að eiga sér alltaf einhvern ytri óvin.
Þegar Sovétgrýlan var ekki lengur fyrir hendi, var þá ósk Bandaríkjamanna að fara í trúarbragðastríð við hinn islamska heim? Var þetta það sem þeir vildu?
Er núna búið að búa til mynd af hinum islamska heimi sem óvinaheimi svipað og gert var við Rússland og Sovétríkin á sínum tíma? Er ekki verið að blekkja okkur með því að velja ofan í okkur fréttirnar og matreiða okkur með ákveðnum upplýsingum?
Getum við yfirhöfuð treyst nokkru einasta orði sem Bandaríkjastjórn lætur falla um aðra menningarheima? Ég bara spyr?
Og ef það kemur heimskreppa, er það ekki beinlínis Bush-stjórninni að kenna?
Ég veit það ekki - ég bara spyr?
Athugasemdir
Skulum átta okkur á því að Bandaríkin hafa nýlega endurtekið verið á barmi borgarastyrjaldar. Það tókst að berja óeirðirnar niður, en 9/11 náði líklegast að koma í veg fyrir að það endurtæki sig.
Er ekki ástæða óvinaleitarinnar að leita í því að bandaríska samfélagið er einfaldlega að hruni komið innan frá vegna misskiptingarinnar?
Gestur Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 23:06
Nú eru stöðugt fleiri Bandaríkjamenn að vakna til meðvitundar um að í Hvíta húsinu er að öllum líkindum langdýrasti forseti þeirra í rekstri frá upphafi. Aldrei hefur nokkurt stríð verið fjármagnað að mestu á yfirdrætti. Þátttaka USA á sínum tíma í báðum heimsstyrjöldunum var kostuð annað hvort af skattfé eða fyrningum í ríkisrekstri. Núna hefur ríkissjóður USA verið rekinn mjög lengi með gríðarlegum halla og verður ekki auðvelt fyrir næstu ríkisstjórnir að leysa þann mikla vanda.
Þetta stríð er byggt á blekkingum. Það var hafið undir yfirskini að koma lögum yfir hermdarverkamenn en lengi hefur verið ljóst að ekkert samband var við einræðisstjórn Saddam Hussein við hermdarverkamenn. Forsendan fyrir stríðinu var fyrst og fremst að komast yfir olíuauð Íraka og efla hagvöxt í Bandaríkjunum. Þessi markmið hafa reynst mun dýrari en áætlað hafði verið og stríðsreksturinn verður umsvifameiri með hverju árinu sem líður.
Óskandi er að næsti forseti BNA komi e-u í betra horf en „stríðsarfur“ Bush forseta er vægast sagt ekki góður.
Verður ekki annars að vona það besta?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.3.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.