Erich Fromm og normalitetið

frommVar að lesa á þýsku Die Pathologie Der Normalität eftir Erich Fromm.  Fromm kemst í raun að þeirri niðurstöðu að þeim sem líður vel í nútíma vestrænum þjóðfélögum, þeir sem blómstra í kerfi kapitalismans séu meira en lítið skrýtnir.  Allir hinir sem eru að verða vitlausir á kerfinu, hraðanum, verðbólgunni og brjálæðinu eru hins vegar afskaplega normal. 

Fromm útskýrir í löngu máli af hverju maðurinn var ekki hannaður fyrir nútímasamfélagið og hann útskýrir firringu mannsins í nútímanum.  Sjálfsagt einhver tengsl við Sartre en ég nennti ekki að kanna þau nánar.

Semsagt, ef þú ert að verða vitlaus á bankakerfinu, ástandinu almennt og heilbrigðiskerfinu þá er í lagi með þig, - ef þér finnst íslenskt samfélag hins vegar æðislegt og allt bara geggjað stuð, - þá skaltu leita þér hjálpar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að vita að það sé ekki eðlilegt að vera normal, miðað við ríkjandi ástand, en það er líka leiðinlegasta fólkið, það sem er normal, svo ekkert vildi ég frekar vera en ónormal, í þeirri von að vera þá pínulítið skemmtileg, stundum. Ég ætla því að halda áfram uppteknum hætti, að byggja upp kraftmikla svörun míns andlega ónæmiskerfis við hvers konar vestrænum nútímaáreitum, þar sem Ísland er að mörgu leyti í fararbroddi (ekki öllu sem betur fer, þá væru allir, en ekki bara sumir, þessir ónormölu flúnir eða dauðir)!  Hætti nú hér með að berja mér á brjóst eins og faríseinn og bið að heilsa þér, Ingibjörg mín, og sendi kveðjur til karls þíns og kattar! Helga. 

Helga Ö (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ hvað það var gott að heyra þetta. Maður er alltaf svo glaður að fá það staðfest að maður sé normal.

Steingerður Steinarsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Skoski geðlæknirinn R.D. Laing komst að sömu niðurstöðum og lýsir því vel í bókum einsog -Facts of Life - ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.3.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Morten Lange

Hef lengi verið að hugsa í svípuðum dúr og þú lýsir hjá Fromm, en tengdi það kannski ekki svona skýrt við sömu atriðin, sem t.d. kapitalisma.

Morten Lange, 15.3.2008 kl. 19:31

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gott og hollt að lesa þetta...er nefnilega búin að ákveða að kenna við grunnskólann á Ísafirði næsta vetur! Hef fengið nóg af "ástandinu almennt,...hér á höfuðborginni"...verum í sambandi

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.3.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband