Jarðskjálftar sem tengjast virkjunum

aswanMeira en 70 dæmi eru til í veröldinni um það að stórar vatnsaflsvirkjanir og uppistöðulón þeim tilheyrandi hafi sett af stað jarðskjálfta (Gupta, 1992).  Jarðskjálftar þessir ná niður á allt að 12-15 km dýpi.  Stundum er hægt að sjá tengsl á milli vatnshæðar í uppistöðulónum og skjálftavirkni.  Jarðskjálftar hafa t.d. farið af stað vegna Aswan stíflunnar í Egyptalandi og Hoover stíflunnar í Bandaríkjunum. 

Rannsóknir vísindamanna benda til þess að lóðrétt álag vatnssúlunnar hafi fremur lítil áhrif.  Það skiptir þó máli hvað virkjunin er stór vegna þess að vatnsþrýstingur í holrýmum (pore pressure) verður því meiri sem virkjunin er stærri.  Það álag sem skiptir mestu máli er lárétta álagið (horizontal stress) vegna þess að það getur haft mjög mikil áhrif á berggrunninn,  einkum ef hann er veikur fyrir.

Það er því vatnsþrýstingurinn í holrýmum í berginu og lárétt álag á berggrunninn sem ræður því hvort að jarðskjálftar fara af stað vegna vatnsaflsvirkjana.  Í raun og veru skiptir mestu máli hversu traustur berggrunnurinn nálægt stíflunni er.  Ef um er að ræða mjög sprunginn berggrunn og ef holrýmd og lekt bergsins er mikil,  þá getur stór vatnsaflsvirkjun haft mikil áhrif í átt til jarðskjálftavirkni.  Það virðist því vera frekar regla en undantekning að einhverjir skjálftar fari af stað stundum mörgum árum eftir að vatnsaflsvirkjanir eru byggðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fróðlegt. Takk fyrir þennan pistil.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.3.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skjálftahrinan sem hefur verið í gangi við Upptyppinga hefur færst austar í áttina að Kárahnjúkum. Segir það okkur eitthvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Hætta af misgengishreyfingum við Kárahnjúka ef til eldgoss kemur ?

Pétur Þorleifsson , 6.3.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband