Tapið á Landspítalanum og einkavæðingin

Stjórnmálamenn kvarta ætíð yfir því að þeir séu að tapa peningum á rekstri Landspítala-Háskólasjúkrahúss.  Ég hef aldrei skilið af hverju þeir eru svona hissa á þessu.

Sjúkdómar eru hreint tap nema...fólk komist aftur til heilsu og út á vinnumarkaðinn.  Þess vegna finnst mér að það EIGI að vera tap á rekstri sjúkrahúsa.  ÁVINNINGURINN er aftur á móti fólginn í almennri heilsu landsmanna og því að fólk sé ekki of lengi fjarverandi frá vinnu.  Þann ávinning er erfitt að meta til fjár.

Heyrst hefur að Sjálfstæðismenn vilji einkavæða heilbrigðiskerfið.  Ef þeir hafa tekið þá ákvörðun innan síns hóps vil ég  biðja þá um að gjöra svo vel og flýta sér og drífa sig að klára verkið.  Vegna þess að fólk lifir það ekki af að vera endalaust á biðlistum.  Núverandi ástand er gjörsamlega óþolandi.

Eins og staðan er í dag fær fólk ekki þá þjónustu sem það hefur rétt á og það getur heldur ekki borgað fyrir þjónustuna aukalega þó að það eigi peninga.  ÞAÐ ER EINFALDLEGA ENGA ÞJÓNUSTU AÐ FÁ!

Þessi hálfkaraða laumulega einkavæðing er því alveg óþolandi.   Annað hvort höfum við opinbert heilbrigðiskerfi sem sinnir skyldu sinni eða við einkavæðum eins og í Ameríku og þeir sem eiga peninga lifa af, hinir veslast upp.  Eins og staðan er í dag höfum við hvorki opinbert né einkavætt heilbrigðiskerfi.  Við höfum einfaldlega heilbrigðiskerfi sem er EKKI AÐ VIRKA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband