Það vantar hjúkrunarrými strax

oldMér skilst að það sé ekki hægt að finna nein einustu laus hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík þessa stundina.  Heilsu og lífi ættingja (ef þeir eru þá til ) er fórnað fyrir aðra veika ættingja.  Heilbrigðiskerfið er STOP.

Ástæðan fyrir þessu ófremdarástandi er sögð vera mannekla á sjúkrahúsum og elliheimilum.  Af hverju er ekki tekið á því máli?  Er ekki hægt að flytja inn fólk og hækka launin? Má kannski ekki borga sjúkraliðum og hjúkrunarfólki mannsæmandi laun?  Er það vandamálið?  Snýst ekki allt um peninga þegar allt kemur til alls?

Af hverju var þá verið að setja 5 milljarða í Héðinsfjarðargöng á meðan gamalt fólk er látið deyja á biðlistum?   Hefði ekki verið nær að opna nokkrar lokaðar deildir á Landspítalanum fyrir 5 milljarða?  Eða þá að halda þeim deildum opnum sem nú þegar eru til staðar og eru yfirfullar?

Hverjir bera ábyrgð á þessu ástandi?  Eru það ekki heilbrigðisráðherrar undanfarinna 12-15 ára sem hafa ekki gert neitt til þess að bæta ástandið.   Hvað gerði Sif Friðleifsdóttir?  Hvað gerðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins?  Hvað er Samfylkingin að gera í dag?

Það þýðir ekki að bíða í 2 ár eftir nýju hjúkrunarheimili í Mörkinni.  ÞAÐ VANTAR FLEIRI HJÚKRUNARRÝMI FYRIR ALDRAÐA STRAX Í NÆSTU VIKU!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Strax í dag. Ástæða manneklu er fyrst og fremst lág laun. Heilbrigðiskerfið er vægast sagt orðið götótt.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.2.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband