Himalayafjöllin

himalayaIndland er gert úr fornri harðri meginlandsskorpu sem virðist hafa rekist á meginlandsskorpu Asíuflekans og myndað Himalayafjöllin sem þannig hafa lyfst upp.  Hæsti tindur Himalayafjalla er tindur Mt. Everest sem er um 8.848 metra yfir sjávarmáli.  Fjöll á jörðinni verða yfirleitt ekki mikið hærri en Everestfjall og fyrir því eru aðallega tvær ástæður.  Í fyrsta lagi er rofið það mikið að fjallið brotnar niður undan veðri og vindum.  Í öðru lagi eru ákveðin takmörk fyrir því hvað bergið á Jörðinni er sterkt sem gerir það að verkum að fjöll geta "fallið saman" undan eigin þunga.  Himalayafjöllin eru líklega aðeins um 55 milljón ára gömul sem þýðir að engin Himalayafjöll voru til á meðan risaeðlan Tyrannosaurus Rex gekk um á Jörðinni.  Fjöll standa ekki endalaust...þau rofna niður, og verða að lokum að sléttum og jafnvel dölum.  Þannig eru bergsalir fjallanna ekki eilífir.  Hima-laya merkir heimkynni hins eilífa snævar en ljóst er að í fjöllunum eru tindarnir ætíð snævi þaktir.  Mannkynið hefur ætíð leitað til fjallanna til þess að komast í tengsl við náttúruna og í mörgum trúarbrögðum eru fjöllin nánast sem guðlegar verur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já. þau eru tignarleg, falleg og fylla okkur orku og gleði.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband