Goslausir dagar

teethJæja nú er ég hætt að drekka gos og borða gervisykur nema í einstaka tilvikum (með hamborgara eða pizzu ca. 1 sinni í mán.) og mér líður strax miklu betur.  Ótrúlegt að ég sem hesthúsaði 1,5 lítra af díet kók á dag að meðaltali fái mér nú aðeins appelsínusafa og ananassafa.  Ég er búin að uppgötva hvað bananasafi er æðislegur og jarðaberjasafi (Nammi namm). Eplasafinn er einnig klassískur.  Núna langar líkamann bara í safa eða jafnvel vatn!  Það skyldi þó aldrei vera að ískallt vatn sé besti svaladrykkurinn?

Góðu fréttirnar eru að ef ég get hætt að drekka gos og borða gervisykur þá geta það allir!  Mæli með því að fólk kanni gosneyslu sína og dragi úr henni eins og kostur er.  Hugsið um tennurnar, áður en það er of seint! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott hjá þér frænka! Ég drekk aðallega vatn - sódavatn og venjulegt vatn, það má öllu venjast. Sniðugt að drekka t.d. ískalt sódavatn og setja sítrónusneið í það. Er með Soda stream tæki og finnst besta gosvatnið koma úr því!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.2.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

... mikið sammála.

Gísli Hjálmar , 27.2.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband