Smáfuglarnir

turdJæja, núna er Hellisheiðin lokuð og Þrengslin líka og ekkert ferðaveður hérna á Suðurlandi.  Snjórinn er þungur og blautur en fýkur samt fram af húsþökunum og sveipast í kringum gluggakarmana. 

Krummi á erfitt núna,  auða hvergi lítur tó,  hvað á hrafn að eta?

Ég labbaði örstutta vegalengd heim úr skólanum í dag og ég hélt að ég myndi varla komast alla leið.  Samt var ég með mótmælahúfuna mína og trefil.  Úff...

Snjór er ágætur þegar hann er kyrr á sínum stað, en það er verra þegar hann fer að fjúka í skafla og skafrenning.  

Reyni að komast til Reykjavíkur á Sunnudaginn ef það verður fært. 

Og kæru vinir: 

Gleymið ekki smáfuglunum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sei sei, eða REI REI.... meira óveðrið alla daga....

Ekkert að gera nema kommenta á bloggsíður hjá saklausu fólki, kveðjur á Selfoss og látið sjá ykkur við tækifæri

Erna Bjarnadóttir, 8.2.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband