2.2.2008 | 17:18
Sálmur bókasafnarans
Nú er ţađ svo ađ báđir afar mínir voru miklir bókasafnarar og ţegar ég var krakki var ég alin upp viđ mikla virđingu fyrir hinu ritađa máli. Ég fékk bókasafnarabakteríuna frá öfum mínum og á í dag allgott og viđamikiđ bókasafn (sem fer frekar stćkkandi). Ég get ekki lengi bóklaus veriđ og ef ég kem inn á bóklaust heimili ţá líđur mér ekki vel.
Skáldiđ Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi var einnig mikill bókasafnari. Hann lýsti tilfinningum sínum í ljóđinu "Sálmur bókasafnarans" sem kom út í ljóđabókinni Ađ norđan áriđ 1936:
"Frá barnćsku var ég bókaormur,
og bćkurnar ţekkja sína.
Ţađ reynist mér best, sé regn og stormur,
ađ rýna í dođrantana mína.
Og ţegar ég frétti um fágćtan pésa,
ţá fer um mig kitlandi ylur.
Ađ eigin bćkur sé best ađ lesa,
er bođorđ, - sem hjartađ skilur.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.