Hvernig skiptir andrúmsloftið um jafnvægisástand?

clouds3Við lifum á spennandi tímum.  Aldrei hefur veðurfarið verið jafn spennandi eins og nú, og spennan á bara eftir að aukast.

Allt frá iðnbyltingu hefur verið í gangi risastór tilraun með andrúmsloftið.  Gróðurhúsalofttegundum hefur verið dælt út í hið þunna andrúmsloft Jarðar, líkt og verið væri að setja efni út í tilraunaglas.  Vindakerfið sér síðan um að blanda vel og vúps ... aldrei hefur verið jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu a.m.k. síðustu 650 þús árin.

Til eru vísindamenn sem segja að andrúmsloftið sé hreinlega að skipta um jafnvægisástand.  Fara yfir í nýtt "manngert" jafnvægi sem heimurinn hefur aldrei séð fyrr.  Það eru því spennandi tímar framundan og má búast við ýmsum öfgum og óróleika á meðan andrúmsloftið er að finna sitt nýja jafnvægi.  

Enginn veit nákvæmlega hvernig andrúmsloftið fer að því að skipta um jafnvægi.  Við höfum engar skriflegar heimildir fyrir slíku.  Þetta er svipað eins og þegar jörðin breytir segulpólum sínum, fyrir þessu eru fá fordæmi.

Ég ætla því að fylgjast vel með veðurfarinu næstu árin og áratugina og sjá hvað gerist.   En á meðan þá skulum við vera viðbúin alls kyns öfgum í veðurfari.  Sjálfsagt best að eiga bæði kuldagalla og sólarvörn.  You never know!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband