2.2.2008 | 11:05
Undarlegar öfgar í veðurfari
Samkvæmt kenningunni um loftslagsbreytingar leiðir losun gróðurhúsalofttegunda ekki einvörðungu til hlýnunar andrúmslofts jarðar.
Losun gróðurhúsalofttegunda leiðir til þess að sjálft heildarjafnvægi andrúmsloftsins verður óstöðugt og jafnvel raskast.
Óstöðugt jafnvægi getur aukið allskyns öfgar i veðurfari, bæði þurrka á sumum stöðum og kuldaköst á öðrum stöðum. Aðalatriðið er að loftslagið er að verða óstöðugra og óstöðugra og því meiri líkur á sveiflum.
Paul Crutzen hefur stungið upp á að við séum að skapa alveg nýtt "manngert" jafnvægi í loftslagi jarðarinnar, og þar með séum við að skapa veðurfar sem enginn hefur kynnst áður. Crutzen er núna vísindamaður og nóbelsverðlaunahafi við Max Planck Institute í Þýskalandi.
Ég hef því tilhneigingu til þess að líta á þetta kuldakast sem öfgar í hina áttina sem benda til vaxandi óstöðugleika í loftslagskerfi jarðar. Og við hér á Íslandi megum búast við meiru af þessu taginu.
Athugasemdir
Við erum að ofmeta mátt mankynsins. Vísindamenn í peninga og frægðarleit eru að spila með fólk út og suður og hræða. Ísaldir og hlýnunarskeið jarðar eru ekki beint vitnisburðir um eitthvert jafnvægi í loftslagi eða náttúru jarðarinnar.
Hins vegar getur vel verið að við höfum einhver áhrif á veðurfarið með co2 útblæstri okkar. Besta leiðin til að komast að því hvort svo er væri að mannkynið hætti að nota nútíma þægindi, bíla, rafmagn og iðnaðarvörur. Einnig þyrfti strax að stöðva iðnvæðingu og lífskjarabætur í Asíu og annars staðar í þróunarríkjum. Síðan gætu vísindamenn metið áhrifin eftir hundrað ár og ákveðið framhaldið.
Það dugar nefnilega ekki að flokka sorp og naglhreinsa bíldekk ef þessir vísindamenn hafa rétt fyrir sér.
maggi (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 11:27
Það er ekkert óeðliegt við þetta kuldakst. Það er bara það sem búast má við u hávetur. Kringum 1960 voru reyndar afar mildir vetur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.2.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.