2.2.2008 | 09:17
Nöldur um skort á heitu vatni
Nú er víst sumsstaðar á landinu skortur á heitu vatni vegna mikilla frosta. Ekki vantar nú virkjanir og virkjanaáformin hjá orkufyrirtækjunum. En hafa orkufyrirtækin verið að sinna hlutverki sínu? Er ekki frumskylda þeirra að sjá íbúum landsins fyrir heitu vatni til húshitunar frekar en að vera að selja rafmagn til stóriðju. Af hverju er t.d. ekki lögð ný leiðsla frá Helliðsheiðavirkjun niður á suðurlandsundirlendið til þess að skaffa meira af heitu vatni. Mér skilst að Hellisheiðavirkjun fari einvörðungu í raforkuframleiðslu fyrir stjóriðju eins og staðan er í dag. Mikið af heitu vatni fer til spillis sem mætti nýta til upphitunar.
Spurningin vaknar hvort að það sé ekki nógu flottur bissness að skaffa hitaveituvatn til húshitunar? Ekki nógu margir milljarðar í boði? Mönnum væri nær að styrkja innviði hitaveitna í stað þess að röfla alltaf um stóriðju og milljarðaframkvæmdir.
Athugasemdir
Það er svo dýrt að gefa auhringjum rafmagn, að þeir geta bara alls ekki verið að bruðla við að þjóna almenningi, við erum bara skattkýr sem leggja fram fjármagnið, meðan við tórum, og komum ekki í heimsókn til þessara herra með heykvíslar og kyndla, þá þarf ekki að þjóna okkur eins og einhverjum lordum, þeirra lordar eru alþjóðlegir auðfurstar.
En fyrst þú minnist á þetta, þá notturlega gætu þeir skaffað smá meira hitaveitugræjur, en þá þarf líka að hækka gjaldsrkána, og hækka hana vel.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.