Of lasin

200Náði mér loksins í almennilega umgangspest.  Ráfa hóstandi með hita um húsið og hugsa um það hvað maður er heppinn að gleyma því alltaf hvað það er vont að vera veikur.  Hef ekki verið svona veik í mörg ár (eða er ég svona gleymin?)

Er með hósta sem nær næstum niður í maga.  Flísjakkinn og síðu nærbuxurnar koma í góðar þarfir í frostinu.  

Kötturinn kom heim í dag og hefur elt mig á röndum allan daginn.  Ég svaf, - hann svaf, ég fór út í eldhús - hann fór út í eldhús.  Það er mesta furða að kattarrófan sé ekki farinn að blogga eins og ég. 

Öllum heimsóknum og allri vinnu aflýst í bili.  Bið að heilsa.

 

Með hóstandi kveðjum,

Ingibjörg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Láttu þér batna, kæra bloggvinkona!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.2.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband