Allt á kafi í snjó

sakharovÞað eru engar nýjar fréttir, en hér á Selfossi er allt bókstaflega á kafi í snjó.  Allir eru búnir að moka út bílana sína mörgum sinnum, en ég skokka nú bara í verslanir á tveimur jafnfljótum.  Gönguskórnir frá Cochem í Móseldalnum nýtast vel. 

Mikið afskaplega er ég fegin að vera ekki í Reykjavík.  Ekki einungis vegna svifryksins sem leggst yfir lungnablöðrurnar við Laugaveginn, heldur ekki síst vegna þess að hér á Selfossi gengur starfið í bæjarstjórninni vel eftir því sem ég best veit.  

Farsinn í borgarmálunum í REI-kjavík er hættur að vera fyndinn og valdagræðgi sjálfstæðismanna gengur út fyrir allan þjófabálk.

Ég hef alltaf sagt það.  Sjálfstæðismenn eru víðsýnir og umburðarlyndir á meðan valdastöðu þeirra er ekki ógnað.  Hins vegar um leið og ráðist er gegn völdum þeirra, grípa þeir til undirförulla klækja sem sæma myndu mönnum á borð við Jósef Stalín.

Ég hef alltaf verið fegin að vera ekki félagi í FLOKKNUM og þurfa ekki að fylgja FLOKKSLÍNUNNI.  Í Póllandi Jarúselskís voru margir sem þurftu að fylgja FLOKKNUM ef þeir vildu hafa vinnu og koma börnunum sínum til mennta.

Ég hef alltaf borið meiri virðingu fyrir mönnum á borð við Andrej Sakharov og Alexander Solsjenitsyn. Lifi skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og sjálfstæð hugsun. Stöndum vörð um lýðræðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kasta á þig kveðju Ingibjörg mín  Hér í Skopje er auð jörð og í dag er heiðskírt og fallegt veður, rétt yfir frostmarki. Annars er búið að vera þoka meira og minna það sem af er janúar.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Vonandi eru þeir tímar að renna upp í REIkjavík, að borgarfulltrúum verði veitt öflugt aðhald af umbjóðendum sínum, borgarbúum. Oft var þörf, en nú er nauðsyn...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.1.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband