Gervisykur og ofnæmi

vegHeld að ég sé komin með ofnæmi fyrir gervisykri.  Var að lesa á síðunni mayoclinic.com að slíkt er til.  Hætti að drekka gos með gervisykri fyrir 2 dögum og er búin að vera með nánast stanslaust mígreni síðan.  EN ...maginn er miklu betri, og líðanin betri fyrir utan mígrenið sem er smám saman að hverfa. 

Nú drekk ég bara eplasafa og ávaxtasafa ýmiss konar auk einstaka kaffibolla, en gos og allt jukkið með gervisykrinum er semsagt úti.  Mig grunar að það sé hægt að fá allt of mikinn gervisykur inn í kerfi líkamans þótt ég hafi að sjálfsögðu engar vísindalegar sannanir fyrir afleiðingunum.  Læt vita eftir 2 vikur hvort að  líkamlegt ásigkomulag verður ekki orðið miklu betra.

Annars er markmið ársins að koma líkamanum í gott form.  Ég var í gönguferð áðan í snjónum og nú gildir bara að fara út og hreyfa sig hvernig sem viðrar.  Einnig búin að fjárfesta í matreiðslubókum með uppskriftum sem eru samþykktar af Lýðheilsustöð.  Hljómar kannski ekki mjög spennandi en hver sagði að grænmeti gæti ekki verið spennandi t.d. með osti eða steikt á pönnu mmmmmm.

Einnig hef ég lesið bókina um Leyndarmálið og er skv. því að reyna að hugsa jákvætt um líkamann.  Ég held að það sé mikilvægt að hugsa jákvætt um líkama sinn og hafa jákvæða afstöðu til hans eins og hann er hverju sinni.  Þessi jákvæða líkamsvitund leiðir síðan til þess að það verður gaman að fara í gönguferðir, reyna dáldið á sig án þess að fara út í einhverjar öfgar.  En batnandi og jákvæðri konu er best að lifa....vonandi???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Til hamingju með að losa þig þessi eiturefni einsog aspartam.  Verst af öllu, er að foreldrar dæla þessum efnum nánast ómælt í börn sín í formi gosdrykkja og sætinda.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.1.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband