Um meint sjálfstæði dómstólanna

judgeNú virðist ráðherra eitthvað hafa misskilið þrískiptingu ríkisvaldsins og þetta með að ekki megi hrófla við sjálfstæði dómstólanna.  Virðist sem ráðherrann hafi með sínum pólitísku gleraugum lesið þetta þannig að um væri að ræða að ekki mætti hrófla við SJÁLFSTÆÐIS-FLOKK dómstólanna. Það eigi semsagt að tryggja að dómarar séu "réttu megin" í pólitík hvaða nafni sem þeir annars nefnast.

En málið lyktar einnig af reddingum.  Reddingum föður sem er að reyna að koma syni sínum í öruggt skjól.  Herra Davíð Oddsson hlýtur að hafa haft talsverðar áhyggjur af syni sínum, og hugsað sem svo að hann þyrfti að komast í "ÖRUGGT EMBÆTTI".  Á þessum síðustu frjálshyggjutímum fækkar alltaf öruggu embættunum,  og því úr vöndu að ráða fyrir foreldra sem vilja ekki þurfa að sitja upp með börnin fram á grafarbakkann.

En mikið er ég fegin að VIÐ ÖLLSÖMUL þurfum ekki að hafa meiri áhyggjur af Þorsteini Davíðssyni.  Nú verður drengurinn vonandi til friðs og situr á friðar-dóm-stóli fyrir norðan.  Það er eiginlega þungu fargi af mér létt???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband