Byssurnar í Sarajevo og fýrverkeríið

sarajevo-building-burnsEinu sinni þekkti ég konu sem hafði upplifað borgarastríðið í Sarajevo.  Hún hafði ekki fagra sögu að segja.  Núna líður mér hins vegar eins og stríð geisi á Selfossi.  Sprengingarnar eru meiri en á Gamlárskvöld vegna þess að nú eru menn í desperasjón að reyna að klára fýrverkeríið fyrir miðnætti. 

Það verður einhvern veginn að réttlæta alla vitleysuna og brenna öllum hundrað þúsund köllunum og mig grunar að flestir segist gera þetta "Fyrir börnin eða barnabörnin."  Ef það kæmi alvöru stríð á Íslandi og verið væri að skjóta sprengikúlum eins og í Líbanon, þá er ég hrædd um að gamanið myndi kárna og flestum fyndust sprengingarnar óþægilegar. 

Nú bíð ég bara eftir því að einhver æstur flugeldaaðdáandi springi hreinlega í loft upp fyrir misgáning.  Ekkert verði eftir nema hatturinn hans eins og gerðist í bókinni "Den forsvundne fuldmægtig." (úr dönskukennslunni sælla minninga).

Ég sagði við köttinn minn að ef kettir réðu Jörðinni þá myndu þeir aldrei leggja stund á þvílíka vitleysu eins og þetta fýrverkerí.  Kötturinn mjálmaði og var mér alveg sammála.  Ef kettir réðu Jörðinni þá myndu allir fá nægan svefn og borða lifur og rækjur eins og þá lystir.   En þegar risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára þurfti endilega spendýr eitt að  þróast áfram sem endaði síðan í hinum "mikla" Homo sapiens sapiensis sem er á hraðri leið með að mála sig út í horn í þróunarlegu tilliti.  Hvaða skepna verður næsti "konungur" Jarðarinnar?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband