Vesturlönd séð utanfrá

global_warmingVesturlandabúar þ.m.t. Íslendingar eru ekki jafn vinsælir alls staðar í veröldinni.  Í alræðisríkjum þriðja heimsins þar sem ríkir talsverð fátækt er í tísku um þessar mundir að kenna Vesturlöndum um allt sem aflaga hefur farið.  Staðreyndin er hins vegar sú að pólitísk spilling, skortur á athafnafrelsi og málfrelsi hamlar víða efnahagsþróun og framþróun í þeim ríkjum sem búa við alræði.

Það er barnaskapur í Vesturlandabúum að halda að önnur ríki jarðar þróist sjálfkrafa í áttina til vestræns lýðræðis.  Ekkert í þessu sambandi gerist sjálfkrafa og sumsstaðar er hætta á því að lýðræðisfyrirkomulag þróist aftur á bak til meira alræðis.  

Það er líka barnaskapur í okkur Íslendingum að halda að þriðji heimurinn geri einhvern greinarmun á okkur og Bandaríkjamönnum.  Við Íslendingar erum Vesturlandabúar og því megum við reikna með því að mæta jafn mikilli óvild og Bandaríkjamenn og jafnvel hatri í vissum heimshlutum.  Óvild í garð Vesturlanda fer frekar vaxandi og er hún talsverð jafnvel innan Evrópu.  Þessari óvild verður að mæta með ákveðinni festu og ákveðni.  Það þýðir ekki að láta sem hún sé ekki til og afneita henni.   Það er heldur enginn ástæða til þess að skammast sín fyrir það að vera Vesturlandabúi og búa við jafnrétti og lýðræði.  Ég er kristinn vesturlandabúi og ég er a.m.k. sæmilega stolt af því.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæl, þetta eru fínir pistlar frá þér. Annars hafa síðustu aldir verið örugglega blómaskeið okkar Vesturlandabúa, fóðrað með ódýru hráefni og vinnuafli frá 3. heiminum þannig að gremja þeirra er kannski skiljanleg. Það hafa ýmis gömul menningarríki snúist gegn vestrænum gildum eftir of mikla ásælni okkar og því er nauðsynlegt að umgangast aðra heimshluta með virðingu og varkárni.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.12.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband