The rise and fall of the Roman empire

Julius caesar military statue13Í gegnum alla mannkynssöguna síðustu 10.000 árin hafa komið fram borgríki, þjóðfélög sem byggðu á akuryrkju og landbúnaði  svokölluð siðmenning (civilization).  Þjóðfélög þessi hafa þróast og náð hæstu hæðum.  Þannig voru pýramídarnir byggðir í Egyptalandi og Kínamúrinn í Kína.  En í öllum þessum menningarsamfélögum hófst hnignunarskeið að lokum.  Án þess að ég sé að spá fyrir um endalok siðmenningar nútímans, er hollt að gera sér grein fyrir því að allt undir sólinni á sínn tíma, og allir hlutir verða á endanum forgengileikanum að bráð.  Þeir sem eru að leita að eilífðinni verða að snúa sér til guðdómsins.  Með þetta í huga er forvitnilegt að líta til samtímans og meta hvar við stöndum í þróuninni.  Ég giska á að við lifum á síðari stigum Bandaríska heimsveldisins eða anglósaxneska tímabilisins, eða hvað það nú verður kallað í sögubókum framtíðarinnar.  Ég er hrædd um að við lifum á síðari stigum vegna þess að mér hefur fundist lýðræðinu og menningunni fara frekar hnignandi, auk þess sem þau umhverfisvandamál sem blasa við eru þess eðlis að þau geta valdið miklum erfiðleikum.   Þar með er ég ekki að segja að siðmenningin hrynji á morgun, einungis að hún á í vissum erfiðleikum.  Við þetta bætist  að öryggi heimsins er ekki  tryggt,  hætta er á  umhverfisskorti, vatnsskorti, háu kornverði og öðru sem gæti komið af stað átökum.  Heimurinn í dag er ekki mikið öruggari en á dögum kalda stríðsins, hann hefur einungis tekið miklum breytingum.  Það er því úr vöndu að ráða og ekki sýnt að vandamál heimsins verði leyst í bráð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband