Nýfrjálshyggjan er kommúnismi nútímans

pinochet-muerto-09Margaret Tatcher og Karl Marx eiga það sameiginlegt að líta á efnahagsleg gæði sem meginviðmið allra hluta.  Fyrst skuli efnahagurinn skoðaður, síðan fylgi allt annað í kjölfarið.  Að auki tók Tatcher nýfrjálshyggjuna frá Pinochet einræðisherra í Chile, sem var frægur fyrir mannréttindabrot.  Tatcher hélt alltaf hlífiskildi yfir Pinochet og kom í veg fyrir að hann hlyti refsingu.

Sagan endurtekur sig og í sögunni hefur það alltaf gerst að valdastéttir myndast, eins konar aðall eða elíta sem reynir síðan að tryggja völd sín.  Elítan í dag notar frjálshyggjuna sem afsökun til þess að slátra velferðarkerfinu og draga úr lýðræði.  Í Rússlandi var þessi elíta kommúnistaflokksins kölluð nomenklatúra. 

Lýðræði er nefnilega alveg óþolandi í augum aðalsmanna, og velferðarkerfi - er það ekki bara til þess að púkka upp á almúgann eða pöpulinn sem á ekki einu sinni skilið að vera menntaður í augum valdamanna.  Fyrir frönsku byltinguna voru miklar umræður meðal franskra aðalsmanna varðandi það hvort að það borgaði sig að vera með almenna skólagöngu þ.e. menntun fyrir almúgann.  Margir aðalsmenn héldu því fram, að almenn skólaganga myndi einungis æsa upp lýðinn - fáfræði væri best.  Í Bandaríkjunum vissu menn að ef þræl var kennt að lesa, þá gat hann ekki verið þræll lengur.  Hve langt skyldi vera í það að almenn skólaganga verði afnumin af frjálshyggjumönnum eða henni breytt í hreina innrætingu?

En þó að frjálshyggjan hafi vaðið uppi á undanförnum árum, og geri að vissu leyti enn, skulu menn ekki gleyma frönsku byltingunni.  Frjálshyggjumenn halda nefnilega að byltingin sé dauð en frjáls hugsun er þó a.m.k. ennþá starfandi í einstaka heilabúum.  Ennþá lifir á meðal okkar hugsandi fólk sem talar ekki bara Newsspeak og hlýðir ekki bara stóra bróður.

Hannes Hólmsteinn sem hefur verið Suslov Sjálfstæðismanna er að mestu leyti þagnaður.  Kannski hefur hann nú þegar gegnt sínu hlutverki og má missa sín?  En frjálshyggjan er bara ein alræðisstefnan í viðbót.  Hún mun ekki lifa að eilífu fremur en annað alræði.  Spurningin vaknar hins vegar:  Mun frjálshyggjan ganga að lýðræðinu (og velferðarkerfinu) dauðu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þetta er litað skemmtilega en sannleikskornið er að í skoðanahringnum eru öfgarnar hliðstæðar.

Jón Sigurgeirsson , 17.12.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Áhugaverður pistill

Steingerður Steinarsdóttir, 17.12.2007 kl. 16:30

3 Smámynd: Viðar Jónsson

Þú ræðir ekki um nein aukaatriði Ingibjörg, en þau geta þvælst fyrir.  Ég öfunda þig af öllum fínu myndunum hjá þér, flott af þeim skötuhjúum.  Ég þyrfti að læra eitthvað á þetta.  Eru að koma jól á Selfossi?  Jólakv. Viðar Jóns.

Viðar Jónsson, 18.12.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband