Losun kolmónoxíðs (CO) frá samgöngum

Losun kolmónoxíðs út í andrúmsloftið af mannavöldum hefur alla tíð tengst aðallega samgöngum.  Losunin hefur þó minnkað frá 1970 aðallega vegna betri véla í bifreiðum.  Þrátt fyrir að kolmónoxíð, CO komi fyrir í náttúrunni, er það kæfandi eiturefni gagnvart lifandi verum af því að það binst hemoglobíni í blóðinu í stað súrefnis.  Ef magn CO fer upp í 100 ppm eins og getur gerst í jarðgöngum í mikilli umferð,  þá getur fólki farið að líða illa, það fengið ógleði og höfuðverk.  Rannsóknir hafa einnig sýnt að mikið magn CO frá umferð í borgum eykur tíðni hjartasjúkdóma.

Almenn umferð losar ýmis önnur óskemmtileg og algjörlega ósýnleg efni út í andrúmsloftið eins og bensen, tólúen og xýlen.  Þessi efni hafa ekki síður áhrif heldur en svifryk til þess að rýra lífsgæði og þau auka líkurnar á því að fólk fái krabbamein (skapa stökkbreytingar).

Kolmónoxíð losnar frá samgöngum en hvarfast tiltölulega fljótt í náttúrunni.  Það er aðallega í jarðgöngum og á lokuðum svæðum sem magn þess getur farið yfir  óþægileg mörk. 

Heimild:  Chemistry of The Environment, second edition. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband