Að rugla saman ósonlaginu og gróðurhúsaáhrifum

p0001164-greenhouse-effectÞað eru ótrúlega margir sem rugla saman ósonlaginu og gróðurhúsaáhrifunum svona almennt.  Þekking fólks á umhverfisvísindum virðist vera frekar takmörkuð og þegar komið er að eðlisfræði andrúmsloftsins verða flestir alveg kjaftstopp.

Þetta er bagalegt, vegna þess að ef fleiri áttuðu sig á vísindunum á bakvið gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, þá væri ekki alltaf þetta sífellda rifrildi í gangi um loftslagsmál.  

Ég  hef sjálf verið með fyrirlestra þar sem ég útskýri vísindin á bakvið loftslagsbreytingarnar.  Ég hef tekið það skýrt fram að ég er ekki að tjá mínar persónulegu skoðanir heldur að leggja fram ákveðin vísindaleg rök.

Það er mjög flókið að útskýra eðlisfræði andrúmsloftsins fyrir áheyrendum sem e.t.v. geta ekki stillt eina einustu efnajöfnu.  Þetta hefur Al Gore þó sennilega tekist best manna, en þrátt fyrir það er hann ennþá mjög umdeildur.

Mikið vildi ég óska þess að fleiri nenntu að kynna sér vísindaleg rök i stað þess að detta ofan í einhverja misheppnaða heimóttarlega pólitík.

Umhverfismál eru ekki pólitík, þau eru vísindi og það er til sérstök fræðigrein sem heitir umhverfisvísindi.  Íslendingar haga sér aftur á móti eins og vísindin væru ekki til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband