Að bæta stöðu kvenna

population explAð bæta stöðu kvenna í heiminum er eina vitræna leiðin til þess að stemma stigu við óheftri fólksfjölgun jarðar.  Fólksfjöldinn sem er núna um 6,4 milljarðar stefnir í 9-10 milljarða árið 2050.  Það er ekki nóg að fæða nýfætt barn inn í heiminn.  Það þarf að gefa barninu föt og húsaskjól, mat og framtíð, menntun og möguleika. 

Það er enginn sem veit hvernig jörðin á að fara að því að brauðfæða 10 milljarða manna.  Svo mikill mannfjöldi hefur aldrei verið á jörðinni fyrr.  Nú felur aukinn mannfjöldi að sjálfsögðu aukinn mannauð í sér, en á sama tíma fer hreinlega að skorta pláss fyrir allt þetta fólk hér á Jörð sem er með endanlegt flatarmál.  

Það hefur sýnt sig, að fái konur að ráða þá eignast þær ekki 7 börn, heldur 2-3 börn.  Það er því eina leiðin til þess að draga úr fólksfjölguninni, að bæta stöðu og menntun kvenna þannig að þær eigi valmöguleika á því hvað þær eignast mörg börn.  Það skiptir því miklu máli fyrir heill alls mannkynsins að konur fái að ráða lífi sínu sjálfar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Rétt hjá þér.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...mætti koma því inn í "doghmað" hjá kaþólskunni og islamunni og fleiri kerfum sem byggja á ferðrveldinu

GLEÐILEG JÓL

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband