11.12.2007 | 00:04
Fjúkandi ruslatunnur
Jæja, það er hvasst undir Hafnarfjalli og hér á Selfossi er veðrið að ná hámarki en gengur sennilega einnig fljótt niður aftur. Ruslatunnurnar okkar tvær fuku nú samt um koll enda ekki nema hálfar. (Sorpflokkunin hlýtur að virka).
Í vissum áttum getur orðið hvasst undir Ingólfsfjalli, einkum á móts við námuna. Ég ætla mér þó ekki að fara út í veðrið til þess að tékka á þessu.
Sem betur fer er ekkert mikið af lauslegum hlutum úti í garði. Ég vona bara að jarðgerðartunnurnar fari nú ekki af stað. Jarðgerðin okkar gengur mjög vel, blússandi hiti og líf í tunnunum, en þær eru að sjálfsögðu úti í garði.
Jæja, gott að tölvan virkar í svona veðri og alltaf hægt að fara inn á vedur.is
Spurningin vaknar hvort að dýpri lægðir hér við Ísland tengjast loftslagsbreytingum???
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.