4.12.2007 | 10:22
Þagað um Þjórsárvirkjanir
Fjölmiðlar og sérstaklega RÚV hafa verið ótrúlega tregir að flytja fréttir af Þjórsárvirkjunum og baráttunni gegn þeim. Það mætti halda að ekki væri byrjað að grafa og djöflast við Þjórsá en svo er því miður raunin. Menn segja að vísu að gröfturinn tengist ekki virkjuninni sjálfri sem ekki hefur enn fengið framkvæmdaleyfi, heldur skyldum framkvæmdum.
Baráttan gegn virkjununum er ennþá í fullum gangi og heimamenn eru flestir ákveðnir í því að láta ekki valta yfir sig. Umhverfisráðherra hefur sagt opinberlega að ekki verði beitt eignarnámi gagnvart þeim landeigendum sem ekki vilja semja. Hvað gerir Landsvirkjun þá? Mun fara fram dulbúið eignarnám undir einhvers konar öðru nafni (eignalán, eignaskoðun, eignauppgröftur - hvað munu Landsvirkjunarmenn kalla sínar ólýðræðislegu aðferðir???)
En um allt þetta hefur verið undarlega hljótt!
Athugasemdir
Hvernig í ósköpunum getur þú fengið það út að fjölmiðlar þegi um Þjórsárvirkjanir?
Það hefur bulið á landsmönnum daginn út og daginn inn vikum og mánuðum saman fréttaflutningur af vonda fólkinu sem vill virkja og svo góða fólkinu sem vill "bjarga" Þjórsáog það í öllum fjölmiðlum.
Sjaldan er talað við þann fjölda sem sér lítið eða ekkert athugavert við að virkja vatnið betur sem í ánni rennur.
Tryggvi L. Skjaldarson, 4.12.2007 kl. 10:44
Hárrett Ingibjörg og þetta er ekki eina málið sem fjölmiðlar reyna að þaga í hel. Spillingin á Vellinum með íbúðabrask og vinavæðingu Sjalfstæðisflokksins er annað dæmi. Það væri óskandi að fjölmiðlar hér á landi væru aðeins gagnrýnni og ekki alltaf undir hælnum á stjórnvöldum. Rannsóknarblaðamennsku vantar einnig sárlega. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.12.2007 kl. 11:35
Landsvirkjun hefur ógnartak á fjölmiðlum, stjórnmálaflokkum og heilu ráðuneytunum sbr. grein mína Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar. Landsvirkjun telur sig hafa þann möguleika gagnvart þeim sem þrjóskast við að fá óháða matsmenn til að meta hvað þeir eigi að greiða í bætur enda réttur þeirra sem eiga 5% sem Landsvirkjun á ekki af vatnsréttindunum víkjandi gagnvart meirihlutarétti Landsvirkjunar. Ég á fund með Landsvirkjun á morgun þar sem ég verð upplýstur um stöðu mína gagnvart þeim en minn sumarbústaður verður sennilega um 800 metra frá stífluvegg Hvammsvirkjunar. Meira um það seinna.
Ævar Rafn Kjartansson, 5.12.2007 kl. 01:50
Gangi þér vel á morgun Ævar, hafðu endilega samband. Með kærri kveðju, Ingibjörg
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 5.12.2007 kl. 06:07
Er ekki bara málið að landeigendur óttast um að jarðir sínar falli í verði og þess vegna vilji þeir ekki virkja við Þjórsá? Þeir beita síðan náttúruverndarsinnum fyrir sig í hagsmunabaráttu sinni.
Ég er ekki viss um að það sé slæmt að virkja í neðanverðri Þjórsá. Mesta umhverfistjón Íslands er landeyðing af völdum búfjár. Mengun og jarðrask af völdum virkjana og álvera er léttvæg miðað við þá umhverfiseyðingu.
Theódór Norðkvist, 5.12.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.